Afrek í "retro"hönnun. Sami maður og hannaði nýja Mini.

Þegar gamli Mini var lagður af um síðustu aldamót og nýr tók við, kom í ljós, að í raun var um minnsta BMW bílinn að ræða, og enda þótt vel tækist til að gefa honum aksturshæfni sem hæfði merkinu, mátti bæði gagnrýna, hve stór bíllinn var og að ekki skyldi vera hægt að ná enn betur útliti hins gamla. 

Að öðru leyti tókst þessi endurnýjun vel og lifir enn góðu lífi. 

Sagt var að það hefði verið forstjórafrú Fiat sem fyrst lagði fram hugmyndina að nýjum Fiat 500, og reyndist sú hugmynd afburða vel og hefur haldið verksmiðjunum gangandi sem akkeri velgengni þeirra.

Fenginn var sami maður til að sjá um hönnun Fiat 500 21. aldarinnar á 50 ára afmæli hans 2007 og meðal annars var sá gamli fremstur í inngönguröðinni á Vetrar-Ólymmpíuleikunum.  

Nýi Fiat 500 reyndist afrek í hönnun "retro"bíla, því að bæði tókst að ná útliti hins gamla mun betur en á nýja Mini og hafa nýja Fiatinn mun minni.

Með hönnun rafbíls með sama útliti er bætt við þetta afrek.

Þrátt fyrir að bíllinn sé feti styttri en Honda-e er rafhlaðan átta kílóvattstundum stærri og drægnin að sama skapi meiri.

Af því að bíllinn er léttari en meðalstórir rafbílar er drægnin meiri en ella, og þriðja hurðin hægra megin er snjöll lausn á rýmisvandanum í aftursætinu.

Þótt verðið sé ansi hátt miðað við stærð bílsins verður að hafa það í huga, að í borgarumferð er að meðaltali rúmlega einn maður á ferð í einkabílum, og rýmið frammi í alveg nóg í umferð, þar sem svona smár bíll að utanmáli er hreinn rafmagnaður draumur.    


mbl.is Rafmagnaður borgarbíll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband