90 prósent af málefnum í sveitarstjórnum eru að mestu ágreiningslaus.

Það má oft heyra það hjá sveintarstjórnarmönnum að þrátt fyrir málefnaágreining sé raunin sú, að um 90 prósent af málefnum, sem fengist er við í sveitarstjórnum sé afgreitt ágreiningslaust. 

Það þýðir ekki að það sé lítið fyrir fulltrúana að gera. Þvert á móti vex stöðugt umfang þeirra verkefna, sem fást þarf við, svo sem allar tilskipanirnar og reglurnar sem koma utan frá inn á borð sveitarstjórna. 

Umfangið er það mikið, að sum stórmál eins og náttúruvernd og umhverfismál verða útundan, og er því ekki nema von að Líf Magneudóttir hafi fengið nóg, þegar það var ekki fyrr en í blálok umræðna hún fær tækifæri til að benda á þetta og kvarta við stjórnendur umræðna og aðra fulltrúa flokkanna. 


mbl.is Vill SPBJ inn í umræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband