Gildi erlendra viðurkenninga er mikið. Allt að verða uppbókað á Vestfjörðum.

Hér á landi hefur löngum ríkti tvöföld hegðun gagnvart skoðunum útlendinga á landi okkar og þjóð. 

Annars vegar þrá eftir viðurkenningu sem getur snúist í mikla hneykslan ef álit útlendinganna er ekki eins og vonast var til. 

Sænskur blaðamaður birti eitt sinn raunsæislega frásögn af næturlífinu í Reykjavík sem olli mikilli hneykslan hjá okkur. 

Hins vegar er oft furðulegt hve illa okkur gengur stundum að átta okkur á erlendri viðurkenningu. 

Sem dæmi má nefna, að með nokkuð reglulegu millibili var það fyrsta frétt í fjölmiðlun, að Kísiliðjan í Reykjahlíð yrði lögð niður og að þar með stefndi í það að Mývatnssveit færi í auðn. 

Í eitt skiptið var tekið viðtal við þáverandi sveitarstjóra og kom þá til umræðu, að Kísiliðjan og raskið í kringum hana kæmi í veg fyrir Mývatn kæmist á Heimsminjaskrá UNESCO. 

Nágrannaþjóðir okkar, svo sem Norðmenn, leggðu mikið upp úr því að auglýsa á ferðabæklingum sínum slíka staði, jafnvel á með forsíðumynd. 

Með steindauðu augnaráði sagði sveitarstjórinn að þetta væri einskis virði fyrir okkur Íslendinga.

Síðar fór Kísiliðjan loksins, en áfram lifði Mývatnssveit. 

Í dag var fjallað um það í útvarpi að öll gistirými á Vestfjörðum væru upppöntuð í sumar. 

Ástæðan væri viðurkenning Lonely planet á Vestfjörðum sem ferðamannasvæði á heimsmælikvarða. 

 


mbl.is Keppast um fólkið sem er á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband