Hráefni og magn hafa löngum ráðið för hjá okkur

Eftir stríð í upphafi síðari hluta síðustu aldar voru Íslendingar fastir í þeirri hugsun, sem hafði ráðið miklu hjá nágrannaþjóðunum að einblína á framleiðslu hráefna, atvinnu fyrir verkamenn og hagvöxt. 

Erlendis hafði þessi hugsun ríkt allt frá því á 19. öld jafnt hjá auðvaldinu og launþegasamtökum. 

Eðlilegt afsprengi þessa var stóriðjustefnan, sem tók völdin á sjöunda áratugnum og hefur ríkt hér síðan. 

Fyrir aðeins rúmum tíu árum ríktu hér enn fordómar gagnvart öllu sem ekki var hægt að mæla í famleiðslumagni á hráefnum eða orku og þeir sem héldu öðru fram væru á móti atvinnuuppbyggingu, á móti rafmagni og vildu að við færum aftur inn í torfkofana. 

Þegar ferðaþjónustan innleiddi hér mestu efnahagsuppsveiflu í sögu landsins blasti hins vegar við að 19. aldar magnhugsunin, sem rædd er í viðtengdri frétt á mbl.is, væri ekki eins algild og verið hafði um langa hríð. 

Og jafnvel þótt ferðaþjónustan yrði fyrir miklu höggi í kórónaveikifaraldrinum, sýnir endurkoma hennar að innreið nýrra tíma, byggð á Verðmætasköpun, sem ásamt öðru er byggð á hugviti í skapandi greinum.  


mbl.is Við erum föst í magnhugsuninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband