Enn og aftur er orrustan um Cannae skólabókardæmi í fullu gildi.

Orrustan um Cannae 216 fyrir Krist, þegar her Fönikíuforingjans Hannibals umkringdi og eyddi margfalt stærri her Rómverja hefur verið skólabókardæmi um fyrirbæri sem nefnt er "umkringing með tangarsókn" eða "double envelopmen" á ensku.  

Frá upphafi innrásar Hitlers í Sovétríkin sumarið 1941 var þessi aðferð notadrjúg með skipulegri notkun skriðdrekasveita Guderians, sem óðu framhjá fótgönguliðaheredildum Rússa og gátu læst þær inni í tveimur tangarsóknum í stærstu umkringingar hernaðarsögunnar, semvoru framkvæmdar í sókninni, önnur fyrir norðan Úkraínu við Bryansk á leiðinni til Moskvu, en hin fyrir norðan Kænugarð. 

Mörg hundruð þúsund manns voru króaðir inni í þessum umsátrum sem voru þau stærstu í hernaðarsögunni.  

Í sigurræðu sagði Hitler að Sovéthernum hefði verið eytt, því að alls hefðu Sovétmenn tapað tíu milljónum hermanna og enginn her gæti staðist slíka blóðtöku. 

Mat Hitlers reyndist hins vegar rangt þegar ný gerð skriðdreka, hersveitir frá Síberíu og rússneski veturinn sameinuðust í gagnsókn gegn þýska hernum við borgardyr Moskvu.  

Þessi saga "Föðurlandsstyrjaldarinnar miklu" er Úkraínumönnum og Rússum kunn, og reynt að endurtaka hana á báða bóga. 

Aðferðin var reynd á báða bóga í leiftursókn Guderians og Rommels um Ardennafjöll og Sedan allt til strandar Atlantshafs, sem endaði með umkringingu hers Breta við Dunkirk og flótta hans þaðan yfir Englands. 


mbl.is Reyna að umkringja úkraínska hermenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Í orrustunni við Cannae beitti Hannibal svokallað "double envelope" sem er annað en hægri krókur (box mál) eða ,,einfalt umslag" Guderian í leiftursókn hans til Frakklands. Þjóðverjar reyndu þessa aðferð fyrst í lokasókn sinni í fyrri heimsstyrjöld sem næstum því tókst en Guderian tók svo upp.

Hins vegar var ,,umslags aðferð" Hannibals öðru vísi að því leitinu til að þetta var tvöföld umkringing.  Miðjan var oddslaga, með veikasta herliðið þar og átti að gefa eftir, en vængirnir (riddaralið og betra fótgönguliðið) áttu að sækja fram á báðum vængjum. Það tókst, miðja Hannibals féll en vængir Hannibals þurftu ekki að sækja langt, bara að standa í labbirnar og rómverska fótgöngulið gékk sjálft inn í gildruna.

Niðurstaðan var ,,umslag" sem var lokað, þ.e.a.s. fótgöngulið Rómverja umkringt og það brytjað niður úr öllum áttum og mest að aftan með sókn riddaraliðs Hannibals þar. Athugið að Hannibal vissi að Varro myndi koma með ,,hægri krók" og því var sá hervængur með meira riddara- og fótgöngulið. Ánni Aufidus hjálpaði til að vera hinn vænginn. 

 

Birgir Loftsson, 25.5.2022 kl. 13:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband