Viðbrögðin í Ulvade voru ekki í samræmi við aðferðir, sem átti að beita.

Í sambandi við skotárásir á skóla og fólk var fróðleg umfjöllun um þær í bandarísku sjónvarpi fyrir nokkrum árum. 

Það var lögð áhersla á aukinn hraða viðbragðsaðila og aðferðir til að buga árásarmanninn sem fyrst í stað þess að gefa honum færi á tíma til að drepa sem flesta. 

Það sem gerðist í Ulvade er langt frá lýsingunni í þessum fróðlega sjónvarpsþætti og það hlýtur að vera óhjákvæmleg afleiðing af hrakförum lögreglunnar þar, að hún geti verið bæði fljótari og betur búin til að klófesta árásarmenn eða yfirbuga þá í framtíðinni.  


mbl.is Mistök að bíða eftir liðsauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Lögreglan í valde hindraði líka fólk í að bjarga mannslífum.

Ég spyr, hvor Íslenska lögreglan myndi gera slíkt hið sama?  Grunar mig að slíkur bjargvættur ætti fangelsisvist vísa, gerðist svona lagað hér á landi.

Þetta atvik hefur virkilega grafið undan trausti til yfirvalda.  Og ekki var það beysið fyrir.

Ásgrímur Hartmannsson, 29.5.2022 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband