30.5.2022 | 00:26
Breytingar á aldursmörkum hermanna eru oftast veikleikamerki.
Þegar þýski herinn sótti í átt til Moskvu hausið 1941 sagði Hitler í ræðu, að Sovémenn hefðu misst 10 milljón menn og enginn her í heimi gæti ráðið við annan eins missi.
Í ljós kom hins vegar að nokkur atriði urðu til þess að þýski herinn stöðvaðist við Khimki sporvagnastöðina í norðurjaðri Moskvuborgar, aðeins 19 kílómetra frá Kreml vegna samanlagra ástæðna.
Nýir T-34 skriðdrekar komu þúsundum saman til vígvallarins og gríðarlegur framleiðslumáttur Sovétmanna var miklu meiri en Þýskalands.
Rússneski veturinn lamaði þýska herinn mun meir en þann sovéska.
Vel búnar hersveitir streymdu um endilanga Síberíu til vígstöðvanna.
Sovéski herinn var klæddur fyrir hinn hræðilega rússneska vetur, ekki sá þýski.
Baráttumóður Rússa í því sem þeir kölluðu Föðurlandsstríðið mikla, háð fyrir "móður Rússlands" var mun meiri þrek Þjóðverja.
Sovétmenn sótu hermenn í varasjóð bardagaþystra manna og voru þrátt fyrir mannmissirinn ekki eins illa staddir og Þjóðverjar urðu í lok stríðsins, þegar bæði unglingar og gamlir menn voru kallaðir í þýska herinn.
Það var augljóst veikleikamerki og ef eitthvað svipað er á seyði nú hjá Rússum, er það að minnsta kosti ekki styrkleikamerki.
Benda má á bloggsíðu Einars Björns Bjarnasonar um T-62 skriðdrekana, sem Rússar draga nú fram til örrustu, en Einar Björn er líkast til fróðasti maður um skriðdreka hér á landi.
Rússnesk fyrirtæki stytta vinnutíma starfsfólks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.