31.5.2022 | 20:25
Fyrsta lýsing á bráðamóttökunni hér á síðunni var fyrir átta árum en ekkert gerist.
Í desember 2015 höguðu atvikin því þannig til að hingað á síðuna var hægt að setja lýsingu á ástandinu á bráðamóttöku Landsspítalans sem blasti við við meðferð á axlarbroti.
Vorið eftir kom aftur til skjalanna meðferð á beinbroti, í þetta sinn ökklabroti.
Sú meðferð varð lengri en ella, vegna þess að í þeim miklu önnum, sem voru á deildinni og lýstu sér í því að starfsfólkið var á hlaupum í kapphlaupi við tímann, mistókst að sjá ökklabrotið á röntgenmynd.
Á þessum tíma voru umræður í sjónvarpi um ömurlegt ástand á deildinni, þar sem annar viðmælandinn fullyrti, að starfsfólk bráðamóttökunnar væri "setja á svið leikrit" og ljúga upp lýsingu á ástandinu.
A árunum þar á eftir kom tvisvar til þess að þurfa á meðferð að halda á deildinni, og enn og aftur blasti við svipað ástand og hafði verið síðan 2015 hið minnsta.
Á þessum átta árum hafa orðið ítrekuð mannaskipti í æðstu stöðum varðandi aðstöðuna og fjárveitingar og enn er svo að sjá að ekkert gerist.
Þetta er alveg yfirgengilegt.
Vonin dó í dag þegar ég gafst upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.