Í anda Péturs mikla?

Vladimir Pútín vitnaði í Pétur mikla og fleiri aðsópsmikla forystumenn Rússa frá fyrir tíð þegar hann tilkynnti um "sérstakar hernaðaraðgerðir" Rússa í Úkraínu. 

Ef rétt er munað var það einn af burðarásum stefnu keisarans, sem nafn St. Pétursborgar rímar svo vel við að "opna glugga til vesturs og taka virkan þátt í þróun viðskipta í Evrópu. 

Þótt tímarnir núna séu gerbreyttir frá því sem var fyrr á öldum er það umhugsunarefni hvernig gjáin milli Rússlands og annarra hluta Evrópu dýpkar nú hratt og víkkar, því að það er alveg á skjön við það sem margir töldu æskilegt í framhaldi af lokum Kalda stríðsins. 

Þegar því lauk sýndist mmörgum upplagt að leggja Rússum lið við að reisa land þeirra við með eins konar Marshallaðstoð og samvinnu við að opna bæði gluggann frá Rússlandi til vesturs og til Rússlands frá vestri í friðsamlegu bandalagi um farsæld og frið í Evrópu. 

Það tækifæri var látið renna úr greipum og má deila um, hverjum sé að kenna. 

Rússar höfnuðu að vísu tilboði Bandaríkjamanna um Marshallaðtoð til Austur-Evrópuríkja eftir lok Heimsstyrjaldarinnar, en á þeim tíma var Kalda stríðið þegar hafið með gerð Járntjaldsins um þvera álfuna. 


mbl.is Rússar missa aðgang að Netflix
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf ekkert að deila um hverjum er um að kenna núverandi stöðu rússlands gagnvart vesturveldunum.  Það eru einræðistilburðir litla músarinnar í kreml. 

Það er eldgömul saga að til að réttlæta kúgun heima fyrir er nærtækast að búa til ógn að utan.  Rússlandi hefur aldrei staðið ógn að vestan eftir 1945 en nágrönnum þeirra hefur í sífellu staðið ógn af sovíet/rússlandi. 

Kúgun kommúnismans í a-evrópu var verk rússland, innrásirnar í ungverjaland, tékkóslóvakíu, georgíu, tétjeníu og úkraínu voru verk rússlands.  Vesturveldin hafa ekki staðið fyrir neinum hernaðaraðgérðum í evrópu eftir 1945 nema loftárásum á serbíu eftir fjöldamorð serba í bosníu. 

Það ætti engum að koma á óvart að nágrannar þessa útlagaríkis leiti verndar gegn yfirgangi þeirra.

Bjarni (IP-tala skráð) 31.5.2022 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband