1.6.2022 | 13:30
Hægt að tala um "Messi-afbrigðið" af kórónuveirunni?
Lýsing Messi á einkennum kórónuveirunnar hljómar kunnuglega í eyrum þess, sem fengið hefur svipaða útgáfu af þessum fjanda í aprílbyrjun.
Einkennin voru ansi snörp í byrjun með stóru verkjakasti sem þungamiðju, og voru verkirnir það miklir og í öllum líkamshlutum einn daginn, að hvorki var hægt að standa kyrr, liggja eða sitja, sofa eða vaka.
En þetta ástand stóð tiltölulega stutt og við tók að veiran komst í lungun líkt og hjá Messi, og í kjölfar lungnabólgu sem nýtti sér áratuga gamla berkjubólgu, fylgdi viðeigandi lyfjameðferð og ströng fyrirmæli læknis um að leggja alveg af reglulegt vikulegt kapphlaup mitt á 30 sekúndum upp fjórar hæðir með skeiðklukkumælingu sem stundað hefur verið síðan 1960 til að viðhalda sæmilegu þreki, krafti og snerpu.
Engan æsing, sagði læknirinn, vinna í hagum bata og taka nokkrar vikur í að forðast slíkt.
Þegar blóðeitrun í hæl og ökkla fylgdi ótugtinni var enn meiri ástæða til að fara sér hægt.
Nú hefur Messi lýst sínu afbrigði þannig, að hugsanlega verður hægt að tala um "Messi-afbrigðið af veirunni" og fara í einu og öllu eftir skipunum læknis varðandi það að vinna í hægum bata, nokkuð sem Messi klikkaði á og gerði bara illt verra.
Messi gat ekki hlaupið í margar vikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.