GM lagði Þjóðverjum lið og Ford Rússum fram yfir 1940.

Viðskipti og "bísniss" eiga sér oft skringilegar leiðir í gegnum og þvert á víglínur og bandalög. 

Þannig var það í báðum Heimsstyrjöldunum. 

Bandarísk fyrirtæki höfðu fjárfest í þýskum í báðum styrjöldunum, og í þeirri seinni má nefna Opel bílaverkmsiðjurnar sem dæmi. 

Þar var ekki bara um venjulega fólksbíla að ræða, heldur líka vörubíla, svo sem af gerðinni Opel Blitz, sem gat verið fjórhjóladrifinn og komið í g´ðar þarfir í "Blitz krieg" Hitlers. 

General Motors hætti þessu ekki að fullu fyrr en seint árið 1943. 

Henry Ford var lengi grunaður um græsku varðandi jákvæð viðhorf til evrópsku einræðisherrana og átti við þá ýmis samskipti.  

Gott dæmi um það, af því að við Íslendingar könnumst við fyrirbrigðið, er drifbúnaður fólksbíla og þó einkum jeppa og vörubíla. 

Öxlarnir eða "hásingarnar" á Rússajeppunum sjást langar leiðir að, en þær eru fengnar frá Ford T og Ford A og hengu rússnesku kommarnir á þeim langt fram eftir öldinni. 

Fyrsta stóra sprengjuflugvélarnar, sem Sovétmenn smiðuðu og gátu borið kjarnorkusprengjur voru nákvæmar eftirlíkingar af Boeing B-29 Superfortress, en Bandaríkjamenn skildu slíkar vélar eftir á sovésku yfirráðasvæði undir lok stríðsins. 

Þegar Sovétmenn smíðuðu fyrstu kjarnorkusprengjur sínar voru þessar bandarísk/sovésku vélar því tilbúnar í slaginn með að varpa bombum á Vesturlönd! 

 


mbl.is Ömurlegt að Evrópa fjármagni stríðsrekstur Pútíns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband