5.6.2022 | 23:35
"Nýr meirihluti og ný dýnamik."?
Þótt dæmið varðandi myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur virðist hafa gengið jafnvel hraðar upp en búist hefur verið við, verður það ekki fyrr en útkoman verður kynnt sem kemur í ljós, hvort þau orð oddvita Pírata um að þetta sé "nýr meirihluti og ný dýnamik" standist fyllilega.
Auðvitað er það ansi mikil breyting að næstum þriðjungur komandi meirihluta er alveg nýtt afl í borgarstjórn sem var með orðið "breytingar" fremst í kosningastefnuskrá sinni.
En það er ekki fyrr en niðurröðun embætta og verkefna og útfærslan í heild verður sem hægt verður að negla það niður að mannaskipti og útfærsla stefnumála standist kröfurnar um breytingar.
Meirihlutasamningur BSPC í höfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einhver af þeim kvartaði yfir að fréttamenn væru bara að spyrja um hvað væri deilt um á samningafununum hjá þeim ekki hvað þau væru sammál um
Það er bara ekkert fréttnæmt að þau séu sammála um að breyta sem minnstu næstu 4 árin
Grímur Kjartansson, 6.6.2022 kl. 08:00
Sæll Ómar.
Auðvitað vissu menn að meirihlutinn félli og ekki dygði
annað en að hafa varadekkið tilbúið og í lagi.
Breytingar! Þær eru þá helstar
að sól Framsóknar er hnigin í vestur, -
jafnt í þjóðmálum sem sveitarstjórnarmálum
við næstu kosningar.
Húsari. (IP-tala skráð) 6.6.2022 kl. 13:20
Það getur komið sér vel að hafa tveggja borgarfulltrúa meirihluta í stað eins ef upp koma álitamál, þar sem einn borgarfulltrúi hafi oddaaðstöðu.
Ómar Ragnarsson, 6.6.2022 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.