8.6.2022 | 23:44
Heillandi verk í læknavísindum.
Þegar fólk er komið á efri ár fer það að kynnast betur en fyrr á ævinni ýmsum kvillum og sjúkdómum en áður og einnig að kynnast betur en fyrr hve þeim fjölgar, sem eru á lyfjameðferð af ýmsu tagi.
Í ljós kemur að æ fleiri eru með lyfjameðferð í gangi af ýmsu tagi, og að fjölbreytni lyfja fer vaxandi.
Í upphafi þessarar byltingar rétt fyrir miðja síðustu öld var það bara penesillínið sem var notað, en nú hafa sýklalyfin þróast svo í átt til þess að vera sértæk, að þekking heilbrigðisfólks á þeim verður að aukast stöðugt til þess að þau verði að gagni.
Í æ fleiri tilfellum verður að vita hvort notkun eins lyfs megi fara fram á sama tíma og annars.
Vegna sveppasýkingar í fæti varð til dæmis að hætta inntöku annars lyfs við öðrum sjúkdómi í sex mánuði í vetur.
Það yrði ótrúlega magnað, ef lækning er nú að finnast við hinu illskeytta briskrabbameini og verk læknavísindamanna eru heillandi, þegar þau heppnast sem best.
Tímamót í þróun bóluefnis gegn krabbameini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.