Dæmin eru fleiri úr hjólaumferðinni.

Umferð reiðhjóla og vélhjóla er á frumstigi hér á landi, og ýmis konar misskilningur og ranghugmyndir í gangi. 

Og einstaka bílstjórar virðast hafa mikla andúð á hjólreiða- og vélhjólafólki. 

Dæmi um að menn með slík viðhorf hafi látið skapsmuni leiða sig í gönur og ógnað með því lífi og limum bæði gangandi og hjólandi. 

Margir ökumenn virðast ekki hafa áttað síg á því, að maður sem áður fór allra sinna ferða á einkabíl en hefur skipt yfir í reiðhjól, rafreiðhjól eða léttbifhjól, gefur með því eftir rýmið sem hann notaði áður á einkabíl, og einhver ðkumaður getur þá notað það eftirgefna rými í staðinn. 

Eftir að síðuhafi tók upp notkun rafreiðhjóls, rafknúins léttbifhjóls innanbæjar og afar sparneytins bensínknúins léttbifhjóls utan bæjar, hefur hann tvð dæmi um, að bílstjórar með andúð á hjólandi hafi látið skapið hlaupa með sig í gðnur og gert stórhættulega aðför að gangandi og hjólandi mönnum. 

Í fyrra tilvikinu var ég að fara inn á göngubraut yfir frárein frá hringtorgi ásamt gangandi manni, þegar bíl, sem ekið var á miklum hraða út af hringtorginu án þess að gefa stefnuljós kom á miklum hraða æðandi að okkur og virtist líklegur til þess að láta okkur finna heldur betur fyrir smæð okkar. 

Ég snarhemlaði og tókst að bakka til baka áður en bíllinn skylli á okkur og gangandi maðurinn gerði það sama, enda var hraðinn á bílnum það mikill, að ef við hefðum haldið áfram hefði orðið þarna stórslys. 

Þarna mátti mæla fjarlægðina milli okkar tveggja og bílsins í sentimetrum þegar hann næstum straukst við okkur á þeysireið sinni. 

Hitt skiptið líktist atvikinu á Laugaveginum. 

Ég kom að grænu ljósi á léttbifhjólinu og stansaði við ljosið alveg hægra megin, en í sömu mund renndi aflmikill jeppi á sömu leið upp að hjólinu fremst við ljósið. 

Þegar græna ljósið kviknaði, ók ég af stað, en okumaður jeppans virtist ekki ekki alveg jafn viðbúinn því að það kviknaði á grænu. 

Þetta bifhjól er að vísu með aðeins 11,3 hestafla vél, sem er einstaklega þýðgeng og hljóðlát en skilar þessu 130 kílóa hjóli samt á 5 sekúndum upp í 50 kílómetra hraða. 

Skyndilega heyrði ég að jeppanum var gefin botngjöf svo að hann reykspólaði af stað fyrir aftan mig á meðan bílstjórinn þeytti flautuna á fullu. 

Í baksýnisspeglinum sást að hann stefndi beint á mig og í sama vetfangi varð ljóst að hann ætlaði að hrekja mig út af malbikinu upp á graseyju við hliðina. 

Þetta tiltæki var bein líflátsárás, því að ef hjólið skylli á háum götukantinum milli götunnar og grassins, færi það á hliðina og lenti ef til vill undir jeppanum  eða kremdist á milli hans og kantsins.  . 

Engin leið var að láta hjólið komast inn á grasið áfallalaust.

Ég nauðhemlaði því samtímis bæði á aftur- og framhjóli og mátti þakka fyrir að það tókst án þess að missa stjórn á hjólinu, og fyrir bragðið fór jeppinn með öskrandi vél og flautu á ská fram fyrir hjólið alveg úti við brattan steinkantinn um leið og hann brunaði burtu með öll sín rúmlega 400 hestöfl í hvínandi botni. 

Eina skýringin á þessu tiltæki jeppabílsjórans er sú, að honum hafi runnið svo í skap við það að þetta aumkunarverða vespulaga hjól færi á undan honum að hann gæti ekki sætt sig við slíkt. 

Á þessum tíma voru nýjustu jepparnir af þessari gerð auglýstir sem bílar, sem væru alltaf fremstir, enda vélaraflið 408 hestöfl! 

Slæm umferðarmenning er víða hjá okkur og enginn hópur er án mistaka eða undanþeginn reglum. 

En ef kastast í kekki og reynt að neyta aflsmunar, er augljós munur á milli aðstöðu og afls á milli bíla og annarra og minni farartækja, að ekki sé talað um muninn milli bíla og gangandi fólks.

 

 


mbl.is „Hann vísvitandi keyrir mig niður og stingur af“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hjá Reykjavíkurborg var ég með yfirmann sem gortaði af því nær daglega hvað honum tókst að svína á mörgum á leiðinni í vinnuna

Grímur Kjartansson, 8.6.2022 kl. 08:53

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Skelfilegt að hugsa til þess, að á hverjum tíma í umferðinni séu á ferðinni einstaklingar, haldnir slíkri gremju og andúð í garð hjólreiða og- vélhjólafólks, að þeir fái útrás með svona svívirðilegri ofbeldishegðun, sem lýsir algjöru skeytingarleysi fyrir lífi og limum náungans. Sjálfur hef ég verið svo lánsamur (hingað til, 7-9-13 o.s.frv) að sleppa við svona ófögnuð á hjólreiðum mínum um Akureyri og nærsveitir- reiknast til að þær nemi um 6000km á ári- en er ævinlega meðvitaður um, að svona einstaklingar leynast inn á milli.

Arnór Bliki Hallmundsson, 8.6.2022 kl. 11:30

3 identicon

Fólk er misjafnt. Sumir þola ekki reiðhjólafólk í umferðinni þó þeir geri gagn og aðrir þola ekki kóngulær í stofunni þó þær geri gagn. Gagnsemin er ekki það sem stýrir óþoli fólks. Og að ætla að breyta viðhorfi fólks með tilvísun í gagnsemi er dæmt til að mistakast. Bílstjórar sem aka aftan á reiðhjólafólk sér ekki reiðhjólafólk sem manneskjur. Þeir sjá bara einhvern aðskotahlut.

Vagn (IP-tala skráð) 8.6.2022 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband