Henry Ford átti líka í vandræðum með starfsmenn sína og fleira.

Henry Ford var að mörgu leyti snillingur við það að framleiða bíl síðustu aldar, sem innleiddi bílaöldina um allan heim og hanna síðar V-8 "Flathead" vélina, sem talin er vera ein af tíu bestu bílvéla aldarinnar. 

Elon Musk minnir um margt á Ford sem helsti brautryðandinn öld síðar við að innleiða rafbíla með nýrri hugsun. 

En Ford, sem framleiddi bíl fyrir alla alþýðu með tvöfaldri snilli, við hönnun slíks bíls og einnig við framleiðslu hans á færiböndum og verðlagningu, gerðist íhaldssamur úr hófi fram á efri árum og lét starfsmannastjóra sinn berja á verkamönnum. 

Einnig daðraði hann við einvaldsherrana í Evrópu og var næstum búinn að gera Ford verksmðjurnar gjaldþrota í lok stríðsins, sem þó bjargaði honum fyrir horn varðandi verkefni í hergagnaframleiðslunni, skóp sigur á einræðisöflunum. 

Vandræði Musk í samskiptum sínum við starfsmenn fyrirtækja hans minna svolítið á vandræði Henry Ford.  


mbl.is Starfsmenn SpaceX óánægðir með Musk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband