Í íslensku hefur verið skýrt, hvernig kvöldum, dögum og nóttum, sem eru næst í tíma er raðað í með sérstökum heitum, sem allir hafa skilið og notað.
Fjórir dagar eru í röðinni: Eitthvað gerðist í fyrradag, í gær, í dag eða á morgun.
En það er til marks um hrakandi málkennd, að æ oftar má heyra rígfullorðið fólk ruglar þessu saman, og það meira að segja all hressilega.
Í útvarpsfrétt í hádeginu var til dæmis sagt, að íþróttaleikur nokkur yrði leikinn "í kvöld í dag." Sennilega til þess að hafa það á hreinu, að ekki yrði leikið "annað kvöld."
Eða kannski, miðað við málkenndina, þ. e. að ekki yrði leikið "í kvöld á morgun."
Í sama fréttatíma var sagt að knattspyrnukona hefði "skotið hnitmiðuðu skoti í markhornið í vítateignum."
Nú vita flestir að markhornið er alls ekki í vitateignum, en til sanns vegar má færa, að markhornfið sé í markteignum, strangt til tekið.
Æ algengara er að ruglað sé með orðaröð eins og dæmin hér að ofan sýna.
Barcelona Evrópumeistari eftir sigur í vítakeppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er markteigurinn ekki í vítateignum? Og sé nú svo, sem ég held endilega, hlýtur markhornið að vera í vítateignum, strangt til tekið.
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.6.2022 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.