Í góðum félagsskap með Janis Joplin.

Ákveðin tímamót urðu í sögu popptónlistar hér um árið þegar Janis Joplin söng "Oh, Lord, woun´t you buy me a Mercedes Benz." 

Þó höfðu Íslendingar orðið fyrri til með að nefna bíltegund í dægurlagi, því að Soffía Karlsdóttir hafði verið látin syngja aldarfjórðungi fyrr í íslensku dægurlagi "...Fordinn, módel níján hundruð og ég veit ekki hvað..." og í laginu "Kappakstur" 1962 höfðu Cadillac og örsmár Fiat leitt saman hesta sína."

Lagið með Janis varð vinsælt og óvænt auglýsing fyrir þýska vörumerkið, sem Donald Trump hataðist svo mikið við síðar, að hann lýsti yfir vilja sínum sem forseta til þess að stöðva framgang Benz, Audi og BMW í Bandaríkjunum til þess að ná fram stefnu sinni um að "gera Bandaríkin glæst á ný." 

Ekkert varð úr þessu hjá Trump, því að þá hefði starfsfólkið í samsetningarverksmiðjum Benz í Bandaríkjunum orðið atvinnulaust, Bandaríkjunum til dýrðar!   

Nú er hinn íslenski leikari og leikstjóri Smári Gunnarsson kominn í félagsskap með lúxusbílaframleiðandanum með þríarma stjörnuna í langri auglýsingu þar sem hann meira að segja upplýsir um það að hann sé með starfsemi í Reykjavík. 

Gaman að þessu.   


mbl.is Íslenskur leikari í auglýsingu Mercedes Benz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll, svo var textinn e. Jónas Árnason við lag bróður síns (Sérlegur sendiherra): Hann verður ekki neinn enskur lord /akandi um á nýjum Ford. Sem er nú frekar út í hött, því Ford framleiddi aðallega alþýðubíla, og enskir lordar óku ekki á þeim. Nema kannski Ford Edsel, sem var víst frekar misheppnaður lúxusbíll, en þú veist sjálfsagt meira um það.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 20.6.2022 kl. 13:44

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ford framleiddi áratugum saman lúxusbílinn Lincoln, og Lincon Continental 1940 var algert æði á þeim tíma, enda átti Edsel, sonur Henrys alla hugmyndina að honum. Tegundarheitið Edsel 1958 var einhvert missheppaðasta tiltæki bílasögunnar, en honum var ætlað að verða millistéttarbíll þegar byrjað var að vinna við hann 1955-56 og griðarleg eftirspurn var eftir bílum í þeim flokki. 

En 1958 var komin skammvinn kreppa, sem menn sáu ekki fyrir, en þá tók þrjú ár að færa bíl af hugmyndastigi yfir á framleiðslustig. 

"The aim was right, but the target moved" sagði Kaninn þá. Ford verksmiðjurnar tóku á sig höggið og jöfnuðu sig.  

Ómar Ragnarsson, 20.6.2022 kl. 23:34

3 identicon

1970 þegar Janis Joplin söng "Oh, Lord, woun´t you buy me a Mercedes Benz." var hún að viðhalda hefð, sem hafði staðið frá upphafi 20. aldar, en ekki skapa tímamót. Sennilega eru vinsældir bílanafna ekki langt á eftir kvennmansnöfnum í lagatextum og fjöldinn gríðarlegur. Bara frá 1961 til 1965 voru í Bandaríkjunum yfir 1500 lög þar sem bílar komu við sögu, Beach Boys áttu nokkur vinsæl. Sjaldgæfara er að bílaframleiðendur leiti í lagatexta. En Johnny Mercer lagið "Skylark" frá 1942 varð innblástur fyrir Buick Skylark árið 1953. Og stundum eru lögin og bílarnir svo gömul að almenningur þekkir ekki bíltegundina lengur, eins og "Terraplane blues" frá 1936 eftir Robert Johnson um Terraplane bílinn frá Hudson Motor Car Company.

Vagn (IP-tala skráð) 22.6.2022 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband