Vantar víða merkingar á hjóla- og göngustígum á stórvarasömum stöðum.

Víða í hjólastígakerfinu í Reykjavík vantar merkingar á hættulegum stöðum. Sem dæmi má nefna algerlega blint horn á þröngum T-laga stígamótum við suðurhorn Skeifuhverfisins þar sem liggur alfaraleið hjólreiðamanna meðframm Miklubrautinni. 

Tvær leiðir eru til að bæta úr þessu. Annars vegar að hafa þarna stöðvunarskyldu hjólreiðamannsins, sem kemur inn á stígamótin úr vestri, eða, að gera eins og þeir byrjuðu á í Færeyjum fyrir meira en 60 árum, að stilla þarna upp spegli sem hjólreiðamenn úr vestri séð hina blindu umferð koma.  

Til gamans má geta þaes að fyrir 1955 leystu Þórshafnarbúar í Færeyjum svona vandamál með því að ökumenn "flautuðu fyrir horn" á þrengstu og blindustu hornunum!


mbl.is Hjólreiðamaðurinn slasaðist en hinn hvarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkingar eru ágætar, en leysa ekki vandann. Of margir reiðhjólamenn, hvort sem þeir eru á reiðhjólastígum eða í almennri umferð, fara ekkert eftir merkingum. Og það eru oft þeir sem hraðast fara og glannalegast. Það sem mundi virka, og sennilega það eina sem mundi virka, væri að setja hraðahindranir sem neyða þá til að fara hægt og varlega.

Vagn (IP-tala skráð) 24.6.2022 kl. 17:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Með þessum rökum um hjólastíga og hjólreiðamenn væri hægt að segja það sama um bíla, götur og vegi. 

Blindhornið, sem lýst er í pistlinum er þannig, að sá sem kemur að því í fyrsta sinn, hefur ekki grænan grun um það, hve hættulegt það er.  

Sama er að segja um málaðar heilar og rofnar línur á hjólastígum, en svo er að sjá, sem menn haldi að það gildi eitthvað allt annað um þær en línur á götum og vegum. 

Ég á að baki 75 ára akstur á bílum án þess að hafa orðið fyrir meiðslum eða beinbrotum, en á fyrstu fjórum árunum á rafreiðhjóli voru beinbrotin orðin tvö í jafnmörgum slysum, þar sem stærsta orsökin var lélegt útsýni í því fyrra, en afmáðar miðjulínur á hjólastíg í hinu.  

Að meðaltali er rumlega einn maður um borð í hverjum bíl í botgarumferð, og það er ekki réttmætt að tala niður til hjólreiðamanna á þann hátt að þeir séu ekki þess verðir að njóta hliðstæðra kjara og bílstjórar. 

Ómar Ragnarsson, 24.6.2022 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband