Þegar "stórliði" gestanna var rúllað upp á Hrauninu.

Á þeim árum þegar Hemmi Gunn sá stundum um að velja lið til að heimsækja Litla-Hraun og leika knattspyrnuleik við heimamenn, voru yfirleitt þjóðþekktir liðsmenn í hópi aðkomumannanna en ekki endilega þjálfaðir leikmenn bestu knattspyrnuliðanna. 

Engu að síður nægði reynsla og útsjónarsemi gestanna oftast til þess að úrslit leikjanna urðu gestunum í vil og þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur af því. 

En í eitt skiptið urðu mikil umskipti. Einn heimamanna sett lið þeirra í nokkurs konar harðar æfingabúðir og þjálfað þá svo gagngert, að þeir rúlluðu hreinlega gestaliðinu upp, og Hemmi, Henson og kó voru kjöldregnir. 

Stjórnandi fanganna var vel skreyttur í stíl pönkara þeirra tím, með hanakamb og tilheyrandi glingur. 

Þegar leikurinn stóð sem hæst ætlaði Henson ao skora mark af löngu færi, en þá vildi ekki betur til en svo að skotið geigaði svo stórlega að boltinn fór út fyrir fangelsisgirðinguna. 

En þá brá svo við að þjálfarinn með hanakambinn tók snöggt viðbragð, hljóp með eldingarhraða að girðingunni, klifraði enn hraðar yfir hana og kom á sama augnabliki með boltann til baka yfir girðinguna. 

Þetta gerðist svo hratt, að viðstaddir fangaverðir stóðu agndofa og horfðu á, án þess að geta neitt skipt sér af þessu, og hélt leikurinn því áfram eins og ekkert hefði í skorist. 

Meðal gesta var einn útlendingur, sem sagðist aldrei hafa getað ímyndað sér annað eins, og sagði eftir á, að þetta atvik hefði verið það minnsttæðasta í Íslandsferð sinni. 


mbl.is Sá ekki höggið koma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband