Ísland: Næstum hvaða bíll sem er getur verið sportjeppi/rafjeppi.

SUV er skammstöfun yfir Sport Utility Vehicle, sem þýðir sport nytjabíll / fjölnotabíll.   Sumir af fyrstu bílunum, svo sem Renault Espace og Dodge Caravan voru hábyggðir fjölnotabílar og þá datt engum hér á landi að klína jeppaheiti á þá. 

En á síðustu árum heftur auglýsingagildi "jepp" valdið því að búið er að gereyða merkingu þess orðs og jafnvel rafbíll af venjulegri heildarhæð eða veghæð er kallaður rafjeppi, þótt hann sé aðeins með framdrifi en engu afturdrifi!  

Blaðamaður mbl. eyðir miklu rými í ágæta umfjöllun um þetta rugl sem er og verður áfram rugl, þrátt fyrir vel ígrundaðar tilraunir til að koma skikki á þessa vitleysu. 

 


mbl.is Skref inn í framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er margt svona rugl í gangi hjá seljendum og auglýsendum vara. Skinka og beikon eru ekki lengur svínakjöt, nú er til kalkúnaskinka og kindabeikon. Spínat er ekki spínatplantan, ostur getur verið eitthvað allt annað en mjólkurafurð og steik þarf ekki að vera kjöt. Og, eins og þú hefur bent á, rafmagnsbílar sem ganga aðeins fyrir bensíni.

Ég býð bara eftir að einhver snillingurinn ryðjist inn á fasteignamarkaðinn og auglýsi hænuegg sem íbúðir með morgunverði samanber gátuna gömlu fullt hús matar o.s.frv.

Vagn (IP-tala skráð) 25.6.2022 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband