Las Vegas var breytt úr rándýrri lúxusborg í ódýra fjölskylduvæna borg.

Þegar ferðast var um Bandaríkin 1968 var sólarhrings dvöl með einni svefnnótt fjórum sinnum dýrari en í nokkurri annari af þeim fimm borgum, sem komið var til í hálfs mánaðar ferð. 

Þá þegar var bara það dýrasta á boðstólum hvað snerti skemmtikrafta, svo að það var farið bæði á tónleika hjá Fats Domino og sýningu hjá Milton Berle. 

Borgin var fræg fyrir spilavíti og hjónavígslur vegna lipurra laga um það efni. 

Þrjátíu árum síðar hafði orðið gagnger byltin hvað snerti verðlagið. Yfirvöld borgarinnar höfðu ákveðið að breyta algerlega um stefnu, og það skilaði sér meðal annars í miklu ódýrari gistingu og raunar hræóyrri skammt utan við borgina. 

Borgin er engri lík þarna úti í eyðimörkinni og í henni eru eftirlíkingar af frægustu byggingum heims eins og Pýramidunum, Eiffelturninn, Bridge of London, - nefndu það. 

Þarna eru háðir helstu bardagar í hnefaleikum; þarna komu Elvis og allir til að brillera, já það eru engin takmörk fyrir viðburðum á heimsmælikvarða. 


mbl.is Vegas: Leikvöllur fyrir lífskúnstnera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband