Musk hefur séð hann svartan fyrr. Hvimleitt séríslenskt mat á rafbílum.

Elon Nusk hefur búið við nær samfelldan fréttaflutning af yfirvofandi gjaldþroti vegna fjármálalegra hremminga allt frá því er hann hóf framleiðslu á bíl, sem var 100 prósent hannaður fyrir að ganga fyrir rafmagni og engu öðru. 

Hundrað árum fyrr voru margir vantrúaðir á kenningu Henry Ford um að með því að einfalda bíla sína og framleiðsluaðferðina við þá auk þess að lækka söluverð þeirra margfaldlega væri hægt að gera Ford T að almenningseign. 

Enn er haldið fast við það hér á Fróni að telja hybrid-bíla til rafbíla og fullyrða, að þeir gangi fyrir rafmagni, jafnvel þótt hvergi sé hægt að setja rafmagn á þá. 

Síðuhafi veit um dæmi þess að keyptir hafi verið slíkir bílar í góðri trú á þá fullyrðingu, að þeir þyrftu ekki utanaðkomandi rafmagn, heldur framleiddu það sjálfir og notuðu síðan sama rafmagnið aftur og aftur!  Og afleiðingin orðið sú, að bílarnir urðu stopp vegna bensinleysis, því að sama raforkan er ekki notuð aftur og aftur, heldur aðeins 8 prósent hið mesta.!

Fengin er út sú tala í skýrslum um bílainnflutning, að 20 prósent innfluttra bíla séu rafbílar með því að kalla þá nýorkubíla.

Hæpið er líka að setja tengiltvinnbíla á sama stall og 100 prósent rafbíla, því að séu eigendur tengiltvinnbíla latir við að nota hleðslustððvar eða þeir aka mikið utan þéttbýlis, getur megnið af orkunotkuninni falist í því að aka á orku frá jarðefnaeldsneyti.  

 


mbl.is Verksmiðjur Tesla tapa milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tvinnbílar hafa stærsta umhverfisfótspor allra tegunda fólksbíla.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2022 kl. 15:37

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ástæðan blasir við: Í tengiltvinnbílum nægir aflrás raforkunnar ekki ein, heldur verður að hrúga í bílinn viðbótar aflgjafa sem gengur fyrir eldsneytisorku. 

Slíkt flækjustig kostar peninga og er iþyngjandi og báðar aflrásirnar líða fyrir það að þurfa á hinni að halda. 

Ómar Ragnarsson, 26.6.2022 kl. 18:12

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við framleiðslu og förgun verður líka til umhverfisfótspor á við tvo bíla í stað eins.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.6.2022 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband