26.6.2022 | 18:38
Þenslan komin aftur tvíefld.
Þenslan hér á landi, sem náði hámarki árið 2018, hvarf gersamlega í covid, en hefur nú lifnað svo hressilega við, að til vandaræða hefur komið.
Umferðin um Keflavíkurflugvöll er komin í methæðir, og af afspurn af ferðalögum til útlanda og heim er alls staðar sama viðkvæðið; margra klukkustunda tafir á flugvöllum bæði hér og erlendis og fréttir af örtröð á ferðamannastöðum berast úr öllum áttum, bæði frá útlöndum og héðan að heiman.
Öll gistirými á Vestfjörðum seld, metsala á hjólhýsum o. s. frv.
P.S. Nú síðast bættist við fréttin um heilan flokk stúlkna, sem átti flugfar til Madridar til þess að komast þaðan í lest til San Sebastian til keppni á stórmóti eftir áralangar æfingar, en fluginu var seinkað fyrst í tvígang og því síðan aflýst og þar með gríðarleg og langvinn vinna stórs hóps fólks gert ónýtt.
San Sebastian er í norðausturhorni Spánar í Baskalöndunum og vaknar spurningar um tvennt; í fyrsta lagi að fara jafn seint af stað í jafn þýðingarmikið og langt ferðalag og að haga sér eins og flugfélagið gerir.
Íbúar björguðu tónleikum Emilíönu Torrini | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er reyndar nýfarinn og nýkominn frá útlandinu og varð ekki var við þessa örtröð sem þú talar um. Bæði á áætlun og engar tafir á flugvelli.
Það auðvitað munar miklu að kunna að innrita sig rafrænt og ferðast bara með handfarangur. Fólk ætti að skoða þann möguleika, hvað þarft eiginlega að taka með þér? Varla eldhúsvaskin.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.6.2022 kl. 13:31
I útvarpsfréttum dagsins í dag var umfjöllun um ástandið á flugvöllum heimsins sem styður efni pistilsins, sem annars var einnig byggður á frásögnum af fjölda flugferða í Evrópu hjá fólki, sem ég þekki.
Ómar Ragnarsson, 27.6.2022 kl. 13:47
Bara að nefna mína reynslu, ekki að draga fréttir í efa.
Ef þú vilt fá hraða afgreiðslu, þá er málið að innrita sig rafrænt og ferðast með handfarangu. Ekki flókið.
Bjarni (IP-tala skráð) 27.6.2022 kl. 17:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.