27.6.2022 | 14:12
Tímamótin 1989 þegar tölvukubburinn blotnaði í Þórsmerkurferð.
Þegar talað er um "tíu ára gat í þekkingu og þjálfun" er það matsatriði hvort gatið sé ekki miklu eldra, jafnvel þrjátíu ár.
Þær eru margar, bilanirnar, sem eru minnisstæðar áttræðra, en ein þeirra er kannski einna minnisstæðust; sú fyrsta, sem varð eingöngu svo illskeytt, vegna þess að slíkar bilanir voru nýlunda á þessum árum.
á leið inn í Þórsmörk á nýlegum Jeep Cherokkee jeppa, steindrapst á bílnum eftir akstur yfir á í sumarvexti.
Fréttaferðin varð þar með ónýt, því að nú tók við margra klukkustunda bið eftir einhverjum, sem gæti komist að því, hvað væri að.
Þrautreyndir bifvélavirkjar stóðu og klóruðu sér í skallanum þangað til einn þeirra kvað upp úr með það að með útilokunaraðferð bærust bönd að sérstökum tölvukubbi, sem stjórnaði vinnslu vélarinnar.
Afgangurinnn af ónýtum vinnudegi fór í að mæla sér mót við bifvélavirkja frá Reykjavík, sem kynni til verka á þessu nýja sviði og kom austur.
Þegar hann var kominn með puttana í málið tók viðgerðin hálftíma.
Líklega er rétt að bilið á milli þeirra, sem kunna skil á nýjustu breytingunum á bílum og hinna, sem enn eru ekki komnir á hið nýja stig, hafi breikkað.
Það má líka orða það í hina áttina; að um sé að ræða bilið á milli þeirra sem enn kunna til verka, til dæmis í sambandi við bíla með gömlu blöndungunum frá þeim tíma, sem enn var sjaldgæft að sjá bílvélar með beinni innspýtingu.
Tíu ára gat í þekkingu og þjálfun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er óhætt að segja að bilið sé nokkrir áratugir.
Það virðist takmörkuð reynsla og þekking á common rail innspýtingu og hvernig hennni er tölvustýrt.
Oft er það þannig að tölva vélarinnar opnar ekki spíssana fyrr en náð er ákveðnum lágmarksþrýstingi. Ef loft er í kerfinu, t.d. við það að skipta út hráoliusíu eða spíssa eða slanga er óþétt, þá getur það reynst mjög erfitt að ná loftinu algerlega út svo vélin nái nægum þrýstingi og fari aftur í gang. Hef rekið mig á að reyndir bifvélavirkjar vita þetta ekki.
Ragnar (IP-tala skráð) 28.6.2022 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.