"Aðskilnaðarsinnar" og landareignir ófriðarefni öld eftir öld.

Úkraínustríðið hefði ekki átt að koma eins mikið á óvart og raun var, því að í eðli sínu er þar um að ræða eitt rótgrónasta meginstef óteljandi styrjalda, sem háðar hafa verið í sögu mannkynsins. 

Og afar oft snerist það um þjóðernishugmyndir einstakra þjóðflokka, sem miðuðu tilveru sína við landsvæði og menningararf eins og sögu og tungu. 

Strax í lok 19. aldar voru menn komnir í vandræði við Gyðinga og þeirra Zíonisma, sem höfðu þá miklu styrjaldabók Biblíuna sem helsta leiðarljós, en þar var órofið meginstef útlegð Gyðingaþjóðarinnar frá "Fyrirheitna landinu," sem þá bar heitið Palestína.  

Í umræðum ráðamanna þáverandi stórvelda var í fullri alvöru farið að ræða um það að úthluta Gyðingum Úganda til eignar og afnota.  

Af því varð þó ekki og í framhaldinu beindist hugur Zíonista fyrst og fremst að Palestínu og hefur öll tilvist Gyðingaþjóðarinnar beinst að því að ná undir sig Fyrirheitna landinu öllu.

Áður hefur nafnalisti með heitum svonefndra "aðskilnaðarsina" verið rakinn hér á síðunni, og var nafnalistinn sjaldan eins stór og í Versalasamningunum 1919. 

Úr Austurríki-Ungverjalandi kvörnuðust ný ríki, þar sem raðað var í sumum tilfellum upp á nýtt í ríki, sem voru samsett af ríkjum "aðskilnaðarsinna", svo sem Tékkóslóvakía. 

Landvinningar Adolfs Hitlers lutu að því að eyða því ríki, og 15. mars 1939 lýsti hann því yfir að "Tékkóslóvakía væri ekki lengur til."

Þýskumælandi 14 milljónir í Súdetahéruðunum sameinuðust þá Þýskalandi og Pólland nældi sér líka í sneið fyrir sig.

Athyglisvert er, að í ræðu Pútins við innrásina í Úkraínu notaði hann svipaða lýsingu og Hitler við að sýna fram á að Úkraína væri í raun ekki og hefði aldrei verið raunverulegt ríki með tilsvarandi þjóð. 

Á Krímskaga og í Donbass hluta landsins væru rússneskumælandi minnihlutar "aðskilnaðarsinna" sem ættu fullan rétt á að verða sjálfstæð ríki eða jafnvel hluti af Rússlandi. 

Nýjasta málið af þessum toga er tilvist Kúrda í fimm ríkjum í Miðausturlöndum, sem blandast inn í stækkun NATO.  

Að þessu leyti eru þeir aðskilnaðarsinnar í fimm löndum, eilíft nútíma þrætepli, sem virkar truflandi á skipun landamerkja og alþjóðastjórnmál.

Sjálfstæði Íslands 1918 snerist um okkur sem þjóð "aðskilnaðarsinna" frá Danmörku. 

1918 var fest í Sambandssáttmálann, að eftir 25 ár gætu Íslendingar fengið "aðskilnað" frá konungssambandinu Danmörk-Ísland. 

Sjálfstæðisbarátta okkar kostaði ekkert mannslíf og er það alveg einstakt.  


mbl.is Vill stóran hluta Úkraínu og löngu stríði spáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gyðingar hafa lengi verið til "mikilla vandræða".

Við stofnun Zíonistahreyfingarinnar á 19. öld fóru Gyðingar að kaupa jarðeignir í héraði í SV Sýrlandi sem kallað  var Palestína, en Sýrland var þá hluti af Tyrkjaveldi. Heimamenn urðu fljótlega mjög mótfallnir þessum jarðakaupum og fóru fram á það við Tyrkjasoldán það þau yrðu stöðvuð. Þeirri kröfu var þó lítið sinnt.

Eftir hrun Tyrkjaveldis settust sigurvegararnir saman við borð með blýant, blað og reglustiku og skiptu fyrrverandi skattlöndum þess í áhrifasvæði. Þá minntust þeir þess að Gyðingar voru landlaus þjóð og ákváðu að "gefa þeim smábita" af Sýrlandi, eða það sem nú er kallað Palestína og Jórdanía. Einhver töf varð samt á framkvæmdum enda munu þær hafa verið mjög í óþökk heimamanna.

Eftir seinni heimsstyrjöld og óafgreidda "lokalausn Gyðingavandamálsins" óx þrýstingur á stofnun ríkis fyrir Gyðinga. Bretar sem fóru þá með stjórn í Palestínu voru þó mjög hikandi í þeim málum og hindruðu innflutning Gyðinga til landsins. Í Bandaríkjunum voru einnig mjög skiptar skoðanir um stofnun Gyðingaríkis. Þó fór svo að Sameinuðu þjóðirnar samþykktu, árið 1948, skiptingu Palestínu og stofnun Ísraelsríkis. Arabaríku undu ekki þessari niðurstöðu og hófu stríð gegn þessu nýstofnaða ríki. Gekk það í þófi framan af og loks var gert vopnahlé. Kom það Ísraelsmönnum vel því að þeir voru vopnlitlir. Meðan á vopnahléinu stóð barst þeim mikið magn af vopnum frá Tékkóslóvakíu, réð það úrslitum þegar átökin hófust á nýju.

Ekki veit ég hver stóð fyrir þessum vopnasendingum frá Tékkóslívakíu. Það skyldi þó ekki hafa verið maður að nafni Jósef Stalín?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 1.7.2022 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband