"Stutt er jarðlíf, áfram lifa ljóð..."

Ýmislegt má greinilega segja um gildi tónlistar, ljóða og manna, ef marka má athugasemdir við næsta pistil á undan þessum á síðunni. 

Í tilefni af því valdi síðuhafi tíu ferskeytlur eftir nokkur þekkt íslenskt skáld, þar sem vísunum yrði raðað þannig að úr yrðu þrír til fjórir dramatískir ferlar, tengdir saman af þessu stefi í viðeigandi heimasmíðuðu lagi:

"Stutt er jarðlíf, áfram lifa ljóð,

ljóma´í minningunni skær,

auðga menningu hjá okkar þjóð,

aldrei fölva á þau slær. 

 

Fyrsta þemað er íslenskt umhverfi, annað er mannauður og gleðskapur, 

Þriðja er samskipti ölkærs manns og ástkonu hans, fyrst túlkuð með augnavísunni frægu Vatnsenda-Rósu og síðar dapurlegra sambandsslita, en að lokum eru það örlög listaskáldsins góða, og ljóðlína númer 3 breytis í:

"Lýsa örlögum hjá okkar þjóð". 

Laginu Ferskeytlum sungnum af Ljóðavinum er hægt að fletta upp spiluðu á facebook síðunni "omar ragnarsson", ath. o ekki með kommu, og þá er kannski komið tilefni til að pæla í því hvernig munnmælavísan um augun, sem birst hefur ýmsum myndum, er eins og langömmubarn Rósu lærði það af ömmukné, svona:

Augun mín eru´ eins og þín, 

með ofurlitla steina. 

Ég á þín og þú átt mín, 

þú veist, hvað ég meina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Sæll Ómar.

Tær snilld!

Húsari. (IP-tala skráð) 3.7.2022 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband