Valið "með hjólunum" í flótta frá borginni.

Sú var tíðin að helstu bílaumboðin voru með bækistöðvar sínar vestan Rauðarárstígs. Við þá götu var Egill Vilhjálmsson, sem hafði umboð fyrir Willy´s og Studebaker. 

Langt fram undir 1950 var meira en helmingur skráðra bíla hér á landi af gerðinni Willy´s og annað tveggja Ford-umboða, Sveinn Egilsson, byggði við Hlemm. 

Þegar Volkswagen hóf innreið sína 1955, var umboðið vestar, við Hverfisgötu. 

SÍS var við skammt frá Þjóðleikhúsinu, við Sölvhólsgötu, og hafði umboð fyrir GM merkin Chevrolet, Pontiac, Oldsmobile, Buick og Cadillac. 

Síðan fór að komast á hreyfing til austurs fyrir bílaumboðin, sem stendur enn. 

Jeep og Fiat eru komin lengst, en Fiat var í nokkurn tíma við hliðina á Stjörnubíói við Laugaveg, og nú er Jeep komið upp í Mosfellsbæ. 

BL var lengi við Suðurlandsbraut, en er nú vestast í Ártúnshöfðanum. 

Hekla flutti sig styst austast á Laugaveginn en Bílabúð Benna er nú við Krókháls með sinn Chevrolet auk Porsche og SsangJong. 

Suzuki hefur haldið sig sem fastast í hátt í hálfa öld í Skeifunni, og Toyota var lengi í Kópavogi, en er nú í Kauptúni í Garðabæ. 

Þar hefur verið að rísa vaxandi hverfi fjölda bílaumboða, og má segja að flóttinn frá Reykjavík hafi náð ákveðnu hámarki þegar Hekla flytur sig nú líka eins og allir aðrir, út í annað sveitafélag. 

Sagt var um fólksflóttann frá Austur-Þýskalandi, að fólkið "kysi með fótunum." 

Ef svipað orðalag er notað um bílaumboðin má segja þau "kjósi með hjólunum" í færslu sinni út í úthverfi borgarinnar, og að það fólk, sem nú flyst austur fyrir fjall og suður með sjó  kjósi líka "með hjólunum."  


mbl.is Hekla skoðar höfuðstöðvar í Garðabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ef fólk þyrfti að flýja Reykjavík vegna náttúruhamfara
þá sæi það eftir að hafa kosið með bíllausum lífsstíl þrenginga allara akgreina

Grímur Kjartansson, 3.7.2022 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband