Eftir að við Íslendingar stofnuðum lýðveldi 1944 var það okkur hugstætt að sanna fyrir umheiminum að svona órþjóð gæti staðið á eigin fótum.
Strax 1946 komu fyrsu tækifærin á íþróttasviðinu, EM í frjálsum íþróttum og landsleikur við Dani í knattspyrnu.
Við töpuðum fyrir Dönum í landsleiknum, en okkur til happs vakti Evrópumeistaratitill Gunnars Huseby margfalt meiri meiri og víðtækari athygli en einn af ótal vináttulandsleikjum, þótt í fótboltanum væri.
Langt fram undir 1960 héldu frjálsíþróttamenn uppi heiðri þjóðarinnar á sannkallaðri gullöld frjálsíþrótta með tveimur Evrópumeisturum 1950, Erni Clausen í 2. til 3. sæti á heimslistanum í tugþráut þrjú ár í röð og Vilhjálmi Einarssyni með silfur á ÓL 1956.
Og svo unnum við Dani tvívegis í landskeppni í frjálsum íþróttum 1950 og 51, og tókum Norðmenn með í leiðinni í þriggja landa keppni 1951, sama kvöldð og við unnum Svía á knattspyrnu.
Verr gekk á því sviði sem sneri sérstaklega að eftirmálum sjálfstæðisbaráttunnar, en það voru landsleikir við Dani í knattpyrnu.
Í áratugi gekk okkur ekkert með þá, gerðum aðeins tvisvar jafntefli, 1959 og 1970, en töpuðum öllum hinum leikjunum, og varð 14:2 ósigurinn 1967 svo beiskur, að svíður enn.
Við ættum því allra þjóða helst að skilja best allra þjóða ósvikna sigurgleði Færeyinga yfir Dðnum í flokkaíþrótt á stórmóti.
Tímamótasigur Færeyinga á Dönum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.