Tekjuskattleysi Alcoa í bókhaldsbrellu í orkusamningi sem fer ofar stjórnarskrá.

Í orkusamningnum, sem gerður var 2002 milli Íslenska ríkisins og Alcoa, er ákvæði um það, að Íslendingar setji ekkert þak á þá upphæð, sem Alcoa megi nota til þess að taka nógu hátt lán innan álveranna svo að útkoman verði sú, að engan skatt þurfi að borga af álverinu í Reyðarfirði, sem með þessu verður stórskuldugt á þessari bókhaldsbrellu þótt gróðinn sé í raun talinn í einhverjum milljarði króna ár hvert. 

Í ákvæðinu er tryggt að ekkert þak verði á upphæðinni sem Alcoa skammtar sér sjálft árlega í gegnum þessa skattaundanskotsleið. 

Með þessu fáheyrða fyrirkomulagi var fjárveitingavald Alþingis, sem er stjórnarskrárbundið, sniðgengið til loka samningstímans, og undantekningartilfellið gert rétthærra öllu öðru.

Eftir 15 ára starfsemi verður væntanlega hægt að telja samanlagðan ágóða Alcoa á þessu í meira en hundrað milljörðum króna. 


mbl.is Móðurfélagið í hærra skattaumhverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Eitt hef ég aldrei getað skilið.

Ef það er jafn góður "bisness" og af er látið að reka álver á Íslandi.

Hvers vegna hafa þá Íslendingar ekki reist neitt álver sjálfir?

Hvers vegna eru öll "íslensku" álverin í eigu erlendra aðila?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2022 kl. 18:34

2 identicon

Borgar álverið engan skatt??????????????

Forvitinn (IP-tala skráð) 7.7.2022 kl. 22:01

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Af dómnum virðist mega ráða að álverið borgi skatt. Í Noregi.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.7.2022 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband