Nýtt leirfok úr þurrum lónbotni Hálslóns á hverju sumri.

Þegar skoðaðar eru veðurathuganir af Austurlandi frá deginum í dag sést vel, að hið mikla leirfok eða moldrok þar, sem verið hefur frá hádegi, kemur úr 10-20 ferkílómetrum í lónstæðinu, sem eru auðir fyrri hluta sumars, en þakin einhverjum milljónum tonna af leirframburði árinnar, sem þar hefur sest fyrir sumarið áður meðan lónið var fullt. halslon_leirfok_karahnjukur_1354309[1]

Árnar Kringilsá og Jökla bera fram meira en tíu milljón tonn af fínum leir og sandi á hverju einasta ári, og sá hluti þessa mikla magns, sem er á þurru, fýkur í suðvestanátt eins og var í dag, og berst yfir syðri hluta Fljótsdalshéraðs og Austfirði og olli til dæmis hinu þétta leirmistri, sem var á Seyðisfirði í dag eins og lýst er á viðtengdri frétt á mbl. is. 

Í mati á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar 2001 var því lofað, að með því að nota flugvélar til að dreifa rykbindiefnum yfir hina fokgjörnu leirskafla yrði hægt að stöðva leirfokið. 

Sveinn Runólfsson þáverandi Landgræðslustjóri, sem eitthvað hefði átt að vita um málið, var ekki í ráðum með þessa úrlaustn, en taldi fráleitt í myndinni "Á meðan land byggist" að þetta væri hægt, og það hefur síðar komið í ljós, sumar eftir sumar.  

Loftmyndin hér að ofan var tekin í mun minni vindi en var í dag fyrir nokkrum árum og við Kárahnjúk er greinilega nær ólíft þegar komið er niður á jörðina. Þessi mynd var líka tekin miklu síðar á sumrinu þegar leirurnar eru miklu minni en þær voru í dag og undanfarna daga. 


mbl.is Á ferðalagi um Austurlandið í moldroki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og þú ert viss um að Dyngjusandur hafi ekki komið að sögu ?

Thorhallur Palsson (IP-tala skráð) 8.7.2022 kl. 16:02

2 identicon

Hvaðan kom rykmistrið fyrir virkjun.

mm (IP-tala skráð) 8.7.2022 kl. 19:43

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Dyngjusandur og Jökulsárflæður var að mestu þakinn hrauni í Holuhraungosinu 2014 til 2015 og þar með er ekki lengur hægt að kenna þeim sandflæmum lengur um rykmistrið.  

Ómar Ragnarsson, 8.7.2022 kl. 20:20

4 identicon

 en í kringum 1970 var mikið rykmistur á austfjörðum,og kom brún skán á hús ofl,hvaðan kom það,ekkert hálslón,en það lón er orkuforðabúr og gjörir það að næg atvinnaer á austurlandi,

mm (IP-tala skráð) 8.7.2022 kl. 22:17

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sem sagt: Af því að Jökulsárflæðurnar eru komnar undir hraun og leirfok úr þeim hætt, er mikil þörf á því að búa til annað verra af mannavöldum?

Ómar Ragnarsson, 9.7.2022 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband