Kannski hvergi brýnna en hér á landi; "að skoða spár."

Þótt það sé rétt að mikilsvert sé á öllum ferðalögum að skoða veðurspár ítarlega, á það kannski hvergi eins vel við og fyrir ferðafólk, bæði erlent og innlent, að skoða veðurspár vel á ferðum um Ísland. 

En það er jafnframt mjög mikilvægt að gera ekki of nákvæmar pantanir og skipulag fyrirfram, heldur að halda sem best opnum möguleikum til að láta veðrið vinna með sér, ef svo má segja.

Þetta er einkum erfitt að koma útlendingum í skilning um - svo að það kemur þeim í koll, jafnvel eyðileggur Íslandsferðina alveg.  

Til dæmis getur það komið fyrir að veðrið verði að mestu bjart og þurrt á öðrum helmingi landsins og að þeir, sem hafi rígskipulagt ferðina verði óheppnir, sem hafi ætlað sér að eyða tímanum einmitt þar.  

Algengustu andstæðurnar eru bjart og þurrt sunnan lands í norðlægri átt, sem gerir veðrið dimmt og úrkomusta norðanlands, - eða öfugt, ef áttin er suðlæg. 

Það er líka til í dæminu að birtan og hlýindi verði um austanvert landið í vestlægri átt, en dumbungur og úrkoma á sama tíma á vestanverðu landinu; - eða öfugt ef vindáttin er austlæg. 


mbl.is Hvetja Íslendinga til að skoða spár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband