Einn af hættulegum blindum blettum og tifandi tímasprengjum í stígakerfinu.

Hjólastígaverkefnin, sem fjallað er um í viðtengdri frétt, eru fagnaðarefni, en til viðbótar er nauðsynlegt að setja líka í forgang of marga hættulega staði í stígakerfi borgarinnar. 

Hér skal nefnt eitt dæmi á fjölfarinni leið: a til v 1

Milli Miklubrautar og Skeifuhverfisins liggur stígur með ansi hættulegu blindhorni við T-stígamót við suðausturhorn Skeifuhverfisins.

Á efstu myndinni hér sést hjólreiðamaður á vesturleið, og að er að koma niður hallandi og mjóan stíginn til að taka vinkilbeygju fyrir steypt veggjarhorn og halda þar áfram inn í þröng undirgöng. 

Í næstu mynd er horft inn í göngin og þar sést, að Á MÓTI KOMA TVEIR SAMHLIÐA hjólreiðamenn. v til a 2 

Ávísun á harðan árekstur, og reynslan sýnir að árekstrar á hjóla- og gangstígum geta valdið beinbrotum eða enn alvarlegri áverkum.  

Þótt þetta sleppi kannski eins og það gerði, þegar myndin var tekin, eru svona aðstæður tifandi tímasprengja. 

Það ætti að vera hægt að setja upp varúðarmerki með speglum, eins og víða má sjá erlendis til þess að stígfarendur geti áttað sig tímanlega á umferðinni, sem er hverju sinni á þessu hættulega horni.v til a 1  


mbl.is Samþykktu hjólastígaframkvæmdir þessa árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband