10.7.2022 | 13:36
Skemmtilegur keppinautur við íshótelið í Jukkasjarvi í Lapplandi.
Tilvist heimsþekkts íshótels í Jukkasjarvi í Lapplandi byggist á því að þar er viðvarandi mikið og samfellt frost á veturna og umhleypingar miklu minni en á vesturströnd Skandinavíuskagans.
Hótelið er réttnefnt hótel, með anddyri, göngum og herbergjum og var greint frá því í frétt í íslenska sjónvarpinu í febrúar 2005. &000 fermetrar og endurbyggt á hverjum vetri.
Á þeim tima voru menn að dunda við svipað hjá bænum Kemi við botn Kirjálabotns, en ekki hefur farið frekari sögum af því.
Fjallsárlón hefur lengi staðið í skugganum af Jökulsárlóni þótt aðeins fáir kílómetrar séu á milli þeirra, enda kom Fjallsárlón miklu seinna til og er því miklu minna en hitt lónið.
En fjöldi og útbreiðsla stórra ísjaka er misjöfn á lónunum, og því geta komið tímabil, þar sem Fjallsárlón getur veitt stóru systur sinni samkeppni.
Gisting á Fjallsárlóni er spennandi, skemmtileg og sennilega raunhæf hugmynd, og fróðlegt og gaman verður og gaman að fylgjast með hvort hún geti skapað þau heilsársstörf, sem stefnt er að.
Er þetta svalasta gisting landsins? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Er reyndar hissa á þessri færslu þinni. Fljótandi hótelherbergi í Fjallsárlóni er sjálfsagt ævintýralegt fyrir þá sem þar gista en fyrir þá sem koma til að sjá öspillta náttúru Íslands getur þetta ekki verið annað en náttúruspjöll.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.7.2022 kl. 18:55
Ef þú lítur á myndina á viðtengdri frétt á mbl.is er ekki um að ræða "hótel" heldur fljótandi gistirými af mun smærri gerð á Fjallsárlóni.
Á Jökulsárlóni hefur verið jarðfast hús fyrir ferðamannamótttöku á bakka lónsins og hlaðinn risavaxinn varnargarður við ósinn, auk þess og hjólabáti hefur verið siglt um lónið.
Ómar Ragnarsson, 10.7.2022 kl. 19:55
Ekki má gleyma brúnni á þjóðvegi 1 yfir ósinn og heilli rafmagnslínu á staurum, sem þverar svæðið.
Ómar Ragnarsson, 10.7.2022 kl. 19:56
Það eru alltaf náttúruspjöll þegar við gerum eitthvað sem breytir landinu, hvort sem það eru brýr, vegir, raflínur eða byggingar eða flugvellir svo maður tali nú ekki um virkjanir, þær eru algjört óafturkræft eitur á náttúruna.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 10.7.2022 kl. 21:00
Það er eitt að byggja upp innviði til að tryggja samgöngur og rafflutning eða koma upp þjónustumiðstöð við ferðamannastaði. Allt annað að pota niður einhverri lúxusgistingu fyrir forríka ferðamenn í miðju lóninu.
Bjarni (IP-tala skráð) 10.7.2022 kl. 22:26
Í ofangreindum athugasemdum vantar alveg að minnast á höfuðatriði mats á umhverfisáhrifum, en það er hugtakið afturkræfni.
Tvö önnur höfuðatriði eru vistkerfi og landslagsheildir.
Dæmi um þetta er sérstök vernd sem hraun njóta samkvæmt ákvæði í náttúrverndarlögum. Ástæðan er einföld: Ef hrauni er raskað verður aldrei um eilífð hægt að endurgera það.
Til vinstri við þessar athugasemdir má sjá litla mynd undir nafninu Kárahnjúkar.
Fram til 2006 var þessi stuðlabergshamar, Arnarhvoll, á botni Hjalladals, sem Jökulsá á Brú rann um, en þeim 25 kílómetra langa og 200 metra djúpa dal var þá sökkt með því að stífla ána við Fremri-Kárahnjúk og sökkva dalnum með miklum náttúruverðmætum sínum í Hálslón, sem mun fyllast upp af auri á næstu öld og verða þar með gereytt til eilífðar undir fargi milljarða tonna af drulluseti.
Ómar Ragnarsson, 10.7.2022 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.