Áratuga reynsla er af loforðum kvótakaupenda.

Aratuga reynsla er nú fengin af samningum um kvötakaup og sölu. Sú minnisverðasta var kannski ein þeirra fyrstu og stærstu þegar Guggan, flaggskip Vestfirðinga, var seld úr fjórðungnum með loforði um að hún myndi halda áfram að skila aflanum fyrir vestan. 

Eða þannig ályktuðu flestir, sem höfðu spurnir af þessum eigendaskiptum. 

En sögunum, sem líktust senunni úr Verbúðinni og sölu Guggunnar fjölgaði jafnt og þétt, og voru reyndar fyrirsjáanlegar, því að þeir sem keyptu, urðu að beygja sig fyrir lögmálum kvótaverslunar þegar á hólminn var komið; þetta var einfaldlega innbyggt í kerfið og nær alltaf óumflýjanlegt, þegar það gerðist. 

Megin ábyrgðina báru þeir sem settu lögin og einnig Hæstiréttur, sem sneri svonefndum Vatneyrardómi við ef rétt er munað. 


mbl.is „Eins og sena úr Verbúðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið horft á þá sem kaupa en minna á þá sem selja. Sem er undarlegt í ljósi þess að þetta á að vera bisness þar sem menn græða á tá og fingri og allir vasar fyllast af gulli. En samt sjá ótrúlega margir ástæðu til að koma sér við fyrsta tækifæri út úr útgerð í eitthvað allt annað og yfirtaka skulda oftast stór hluti kaupverðs.

Vagn (IP-tala skráð) 13.7.2022 kl. 16:46

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Sæll Ómar.

Líklega verður endirinn sá að aflinn verður unninn fyrir austan og norðan, þegar landeldi Samherja við Reykjanes virkjun verður komið í 40 þúsund tonna framleiðslu á ári, sem verður unninn í Grindavík og flutt út frá Þorlákshöfn og Keflavíkurflugvelli.

Þannig að loforðið verður líklega haldið í sambanadi við Vísi og gott betur, umsvifin munu aukast þrefalt í landvinslu Vísis

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 13.7.2022 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband