"Fyrir eld" og "eftir eld." Tengsl við nær fimmtung Íslandssögunnar.

Árið er 2022. Níræður Íslendingur kann að vera í þeirri stöðu að hafa myndað  persónuleg tengsl við afkomanda, sem verður á lífi í upphafi 22. aldarinnar. 

Sami níræði Íslendingur náði því kannski fyrir meira en 80 árum að mynda persónuleg tengsl við langafa sinn og langömmu, sem áttu minningar frá því skömmu eftir miðja 19. öld og höfðu samskipti við fólk, sem miðaði oft og einatt viðhorf sín til manna og málefna með því að nota orðin "fyrir eld" og "eftir eld" og átti þá við hina hrikalegu Skaftárelda 1783 og árin þar á eftir.  

Ofangreind dæmisaga varpar ljósi á tvennt: Hvað margir hinna eldri geta haft stóran hluta Íslandssögunnar nálægt sér, eða alls vel á þriðja hundrað ár. 

Og hins vegar er sú staðreynd, að stórfelldar hamfarir á borð við "eldinn", sem í Móðuharðindunum felldi fjórðung landsmanna og 70 prósent búsmalans verða hér á landi á tveggja til fjögurra hundraða ára fresti..  


mbl.is Núlifandi kynslóðir þekkja ekki risa gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband