14.7.2022 | 13:05
Tvö lið "komin út í horn".
Orð eins og að vera "kominn út í horn" eða "með bakið upp við vegg" eru stundum notuð um erfiða stððu, sem íþróttafólk kemst í.
Það má að vissu leyti segja um bæði ítalska og íslenska liðið í leiknum í dag.
Bæði þurfa sárlega á sigri að halda, einkum ítalska liðið, sem líkja má við sært dýr eftir ófarirnar fyrir Frökkum.
Íslendingar náðu ekki því takmarki að hirða öll þrjú stigin í leiknum um daginn og munu hugsanlega mæta góðu liði, sem gæti sannað það fyrirbæri, að fyllast óvæntum og afgerandi bardagamóði, eins og stundum gerist við likar aðstæður og særður hnefaleikari, sem hefur verið króaður af í einu horni hringsins.
Þetta getur orðið spennandi!
Margrét Lára: Ég fékk smá áfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.