Hetjuleg frammistaða og gott sjónvarpsefni.

Það er ekki hægt að kvarta yfir því að það hafi verið spennulaust í leikjum íslenska kvennalandsliðsins á EM, því að nóg var af góðum færum og dramtískum tilþrifum í þeim þremur leikjum, sem liðið lék.  

Ótal atriði gátu talist úrslitaatriði, svo sem þetta eina mark, sem Belgía skoraði á móti Ítalíu í kvöld þrátt fyrir að Ítalirnir teldust vera bæði með betri færi og leik.  

Andinn í liðinu okkar og baráttuviljinn voru til fyrirmyndar og baráttan hetjuleg allt til enda. 

Síðasta sekúndan, heimsklassa vítaspyrna, var ekki amalegur endir á frammistöðu liðsins. 

Þetta ku vera í fyrsta sinn á EM sem taplaust lið sem aðeins fékk á sig þrjú mörk kemst ekki upp úr riðlakeppninni, og stelpurnar fá þakkir hér á síðunni og geta borið höfuðið hátt.  


mbl.is Ísland taplaust á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott frammistaða hjá stelpunum og mikil framför frá 2017 þegar þær áttu bara eitt skot á mark í riðlakeppninni.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.7.2022 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband