22.7.2022 | 10:34
Atlaga Trumps að forsetaembættinu stóð í mörg ár.
Atlaga Donalds Trumps að forsetaembættinu í Bandaríkjunum hófst ekki í forkosningunum 2016, heldur mörgum árum fyrr þegar hann hóf fordæmalaust einelti á hendur Barack Obama með ásökunum um að hann væri ekki löglega kosinn forseti.
Trump meira að segja hundelti Obama á köflum með þá ásakana síbylju, að Obama hefði ekki gilt fæðingarvottorð.
Hann hafði ekki erindi sem erfiði í því máli og engan grúnaði þá, að þetta væri í raun upphafið að sókn Trumps inn í Hvíta húsið.
I sjónvarpskappræðunum við Biden barst talið að stuðningsmönnum Trumps í harðsnúnum hópi byssumanna, og leit Trump þá beint inn í sjónvarpsvélarnar og áminnti þá um að standa fastir á viðaukagrein stjórnarskrárinnar um rétt til að bera byssur og "vera tilbúnir þegar þar að kæmi."
6. janúar sagði hann beint við æstan múginn, að ætlunin væri að marséra að þinghúsinu og vera trylltir ( "go wild").
Hann reyndi að taka stjórn forsetabílsins beint í sínar hendur, og sakaði varaforsetann Mike Pence um heigulskap að taka ekki völdin af þinginu mað því að beita fundarstjóravaldi sínu.
Það var samhljómur með því og snörunni, sem hengd var upp fyrir Pence utan við þinghúsið og ummæli innrásarmanna um að drepa Pelosi þingforseta.
Trump taldi í beinni sjónvarpssendingu á árinu á undan að gögn sýndu, að Kínverjar hefðu búið til COVID-19 veiruna sem sýklavopn til þess eina tilgangs að koma í veg fyrir endurkjör sitt!
Fylgdist með árásinni í sjónvarpinu og gerði ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í fyrsta lagi í sambandi við Covid-19, þú hefur sjálfur skrifað um það í bloggi að Covid-19 sé fyrsta sýklavopnaárásin á þessari nýju öld. Það er réttnefni, jafnvel Joe Biden viðurkenndi að jafnvel meira en helmingslíkur bentu til að veiran hefði verið fundin upp í tilraunastofu. Engin tengsl hafa fundizt við leðurblökur þótt ítrekað hafi verið leitað. Tilraunastofan var rétt við hliðina, þar sem BANDARÍSKIR og alþjóðlegir vísindamenn voru einnig með samvinnuverkefni. Fjármagnið er hægt að tengja við Bill Gates og WHO, sem þarna streymir á milli og hagsmunaárekstrana.
Þannig að Donald Trump komst að minnsta kosti nálægt sannleikanum í því sem hann sagði, en þetta er ekki hundrað prósent vitað enn, með veiruna, samt nokkuð öruggt að maðkar eru í mysunni, ekki náttúrulegt ferli, en hvaða þjóð er sek er ekki víst.
Í sambandi við hitt, Donald Trump er sjónvarpsstjarna og fjölmiðlastjarna og hann virðist taka ýmsu af léttúð, og að sumu leyti barnalegur karakter sem telur valdið sitt leikfang. Þó var hann ekki verri forseti en Obama, sem ataði hendur sínar í stríðsrekstri eða Biden, sem hefur verið talinn slakur í efnahagsmálum og sumir kenna honum um að hafa ýtt Pútín útí stríðið, með því að segja að Bandaríkin myndu standa hjá.
Allur þessi farsi við þinghúsið minnir mig á æft leikrit eða þá litla krakka með mannalæti. Á vefsíðunni Millenium Report sem ég las stundum á þessum tíma var búið að fjalla um að "bandaríska þjóðin (les stuðningsmenn Trumps) væru að fara að endurheimta valdið af valdaræningjunum (les stuðningsmenn Bidens og Demókratar)" að minnsta kosti viku á undan, eða ýja að stóratburði og dagsetningin var nefnd, 6. janúar í sumum bloggum.
Hver getur talið manni trú um það fyrst stuðningsmenn Trumps voru að æsa sig upp í eitthvað slíkt að Joe Biden og Demókratar hafi EKKERT VITAÐ og EKKERT VERIÐ UNDIRBÚNIR? Nei, það gengur bara ekki upp.
Það hversu léleg löggæzlan var einmitt þegar árásin (eða uppþotið var gert öllu heldur) var gerð vekur uppi sterkan grun um að þetta hafi verið með samþykki einhverra á staðnum, einhverskonar samsæri Demókrata og Repúblikana, því vitað var að eitthvað var í aðsigi.
Margt af því sem Trump sagði held ég að maður ætti að taka sem mannalæti. Að minnsta kosti gerðist þetta ekki, valdarán var ekki framið af hans stuðningsfólki, þótt ásakanir um valdarán Bidens hljómi úr herbúðum Trumps enn.
Auk þess, ef Trump verður tekinn úr umferð og dæmdur í tugthúsvist kemur bara einhver svipaður í staðinn. Átakastjórnmálin í Bandaríkjunum finna sér leið.
Hetja vill sízt af öllu bregðast aðdáendum sínum, og Trump lítur á sig sem hetju. "Go wild" ákallið er hluti af því að leika hetjuna áfram.
Ingólfur Sigurðsson, 22.7.2022 kl. 13:58
Já Ingólfur enda var hann það;(hetja),andstæðingar hans hafa sitthvað á prjónunum varðandi heiminn,sem þeir girnast að stjórna. Trump lét í forsetatíð sinni,gott af sér leiða og skapaði vinnu fyrir fjölmarga sem "betrumvitringarnir" höfðu svikið af þeim.Týpiskir Kratar a Íslandi fettu fingur m.a.útí það ó blessaðir góðu heimalingarnir.
Helga Kristjánsdóttir, 22.7.2022 kl. 14:38
Þetta er alfarið rangt hjá þér. Ég hélt að þú fylgdist með bandarískum fréttum daglega. Hér er ég að tala um farsan sem 6. janúar nefndin stjórnar. Þar eru allar reglur brotnar.
1) Aðeins vilhöll vitni boðun til rannsóknarnefndar.
2) Forrrétti starfsfólks Hvíta hússins brotin (reglan sem hefur gilt í meir en 200 ár að framkvæmdarvaldið upplýsi ekki um trúnaðarsamtöl, ef það væri ekki, þá væri ekki hægt að stjórna landinu, því menn væru alltaf hræddir við að vera dregnir fyrir dóm vegna orða sinna) og það hótað fangelisvist ef það ber ekki vitni.
3) Nancy Pelosi og hennar þáttur hunsaður. Svo sem að afþakka þjóðvarðliðið sem Trump bauð til verndar Capitol Hill.
4) Fólk sem fór inn í Capitol Hill og gerði ekkert (húsbrot í mesta lagi)hefur sætt fangelsisvist í marga mánuði án dóms og laga. Enginn vopnaður og eina manneskjan drepin var óvopnuð kona, fyrrverandi hermaður af hendi lögreglumanns sem skaut hana af færi.
4) Trump sagði stuðningsmönnum sínum að að mótmæla friðsamlega (með ættjarðarást í brjósti) fyrir framan þinghúsið. Hann sagði ALDREI að það ætti að fara inn. Mótmæli eru ennþá leyfð í Bandaríkjunum.
7) Skrýtnasta "valdarán" í sögunni þegar húsbrotfólkið (óeirðafólkið ef það er betra orð)fór fyrst inn í þinghúsið fyrir áeggjan FBI manns sem þóttist vera stuðningsmaður Trumps.
8) Trump hefur verið sakaður um að hindra valdaskiptin en það er alfarið rangt. Formleg valdaskiptin voru þá í gangi (undirrituð af DT).
Svo er bara að viðurkenna að þú styðjir Demókrata, það er heiðarlegast og það skírir þá afstöðu þina gagnvart Trump.
Birgir Loftsson, 22.7.2022 kl. 14:52
Í bók sinni "Too Much and Never Eneugh" lýsir Mary L Trump, bróðurdóttir forsetans fyrrv., ömmu sinni og afa og lífinu í fjölskyldunni. Hún lýsir vonbrigðum afa síns með elsta soninn, föður hennar, og dálæti hans á Donald. Too Much and Never Enough - Wikipediahttps://en.wikipedia.org › wiki › Too_Much_and_Neve...
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 22.7.2022 kl. 15:02
Ummælin við þennan pjstil sanna að heimurinn er fullur af kengrugluðu fólki.
Bjarni (IP-tala skráð) 22.7.2022 kl. 16:11
Bjarni, þetta kallast umræða sem þú tekur þátt í. Ertu þá ,,kexruglaður" eins og við hin? Ertu ekki á blogginu til að taka þátt í samfélagumræðunni? Ómar, sem er heiðursmaður má eiga það að hann leyfir athugasemdir, líka gegn hans eigin skoðunum. Greinar hans eru mjög góðar en það má gagnrýna sumar af þeim, ekki satt?
Birgir Loftsson, 22.7.2022 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.