1958 og 1979: "Engin samstaða er í ríkisstjórn..."

Þegar rætt er um það þessa dagana að "ríkisstjórnin virðist værukær" varðandi metverðbólgu í 13 ár, hringja óneitanlega leiðinlegar bjöllur hjá þeim, sem muna eftir svipuðum ummælum fyrr á tíð.  

Í nóvemberlok 1958 fór þáverandi forsætisráðherra Hermann Jónasson á þing ASí til þess að biðja verkalýðshreyfinguna um að leggja fram sinn skerf til að kveða niður verðbólguna, en var gerður afturreka með þetta á þann hátt, að nota mátti orðið sneypuför. 

Nokkru síðar gaf ráðherrann yfirlýsingu:  "Ný verðbólgualda er skollin á og í ríkisstjórninni er engin samstaða um aðgerðir."  

Þar með sprakk þriggja flokka stjórn Framsóknarflokksinsins, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagið, og rétt fyrir jól var mynduð minnihlutastjórn Alþýðuflokksins til þessa að standa fyrir lögum um niðurfærslu launa og verðlags og um nýja kjördæmaskipan. 

Samið var við Sjálfstæðisflokkinn að verja þessa stjórn vantrausti og stefna að tvennum þingkosningum næsta ár. 

Svipað ástand skapaðist haustið 1979, þegar sömu flokkar voru í stjórn, og einkennilega hljótt var um gerð fjárlaga og annað, sem brann á stjórninni. 

Þá gerðist það öllum á óvart, að á fundi félags Alþýðuflokkskvenna var samþykkt ályktun um stjórnarslit og í annað sinn varð niðurstaðan sú að minnihlutastjórn Alþýðuflokksins tók við völdum til bráðabirgða með loforði Sjálfstæðisflokksins um að verja þessa stjórn vantrausti.

Æ síðar hringja leiðinlegar bjöllur hjá sumum, sem muna tímana tvenna þegar þeir heyra lýsingar á "værukærð" og "enga samstöðu um aðgerðir" þegar verðbólgan fer úr böndunum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband