Hafgolan, sem vestra er kölluð "innlögnin", fylgir heitum dögum við Breiðafjörð.

Í ágætri fréttaumfjöllun á mbl.is er minnst á það fyrirbæri að tíu stigum kaldara geti verið suma sumardaga á Patreksfirði, en nokkrum kílómetrrum sunnar við Rauðasand. 

Skýringin á þessu er eðlisfræðileg. Á heitum sumardögum með miklu sólskini við norðurströnd Breiðafjarðar, hitnar land þar og heita loftið stigur upp, af því það er léttara en svalt loft. 

Fólk kannast við þetta fyrirbrigði þegar eitthvað er soðið í potti.

Þegar loftið hreyfist upp á við, verður eitthvað að koma í staðinn fyrir það, og þá myndast innsög kaldara lofts úr vestri, sem byrjar oft að streyma inn Patreksfjörð og Arnarfjörð þegar fyfir hádegi. 

Svipað fyrirbæri er þekkt við Eyjafjörð þar sem norðanáttin svala kallast hafgola, og í Reykjavík gerist svipað ansi oft, þegar sól vermir loft yfir Suðurlandi, svo að svalt loft af Faxaflóa kemst á hreyfingu af hafi til austurs, svo að lágskýjað verður og jafnvel þoka á sama tíma og hægt er að vera í sólbaði austan fjalls. 

 


mbl.is Rauðasandur heitur reitur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband