Strax kapphlaup um nýjan alþjóðaflugvöll?

Þessa dagana, þegar kvika stefnir neðanjarðar í norðurátt frá Geldingadölum, blasir við, til dæmis í ljósi reynslu frá eldgosum á Reykjanesskaga fyrir átta hundrað árum, að framundan kann að vera eldgosatímabil þar sem það geti endurtekið sig að eldgos verði eftir margra tuga kílómetra langri sprungu, allt frá Suðurstrandarvegi og norður í Óbrynnishóla nálægt Kaldárseli. 

Á þeim tíma rann hraun niður í Strraumsvík og Vellirnir syðst í Hafnarfiriði eru í skotlínu. 

Forsætisráðherra sagði í fréttum RÚV í hádeginu að verulega hefði dregið úr likum á því að gerður yrði nýr alþjóðaflugvöllur í Hvassarhauni (rétta heitið er Almenningar), 

Á samfélagsmiðlum virðist vera að hefjast framhald þrýstings ýmissa um gerð nýs alþjóðlegs flugvallar á hinum ótrúlegustu stöðum svo sem í Flóanum og við Borgarnses. 

Þetta er enn eitt dæmið um óðagotið í þessum málum, eins og sést á því að ekkert er rætt um höfuðatriði flugs, sem eru flugskilyrði. 

Í suðaustanátt stendur vindur beint af Hafnarfjalli yfir á flugvöll við Borgarnes, þar sem þar að auki skortir bitastæða innviði öflugrar byggðar. 

Í Flóanum er nálægðin við Ingólfsfjall til ama og stór hluti flugvallarstæðis gljúpur jarðvegur. 

Ef einhver á eftir að grafa upp gamlar hugmyndir Bandaríkjamanna um stórarn flugvöll á Rangárvöllum má nefna, að árum saman hefur ekki verið hægt að segja til það fyrirfram, að gos sé í aðsigi í Hekla með meiri fyrirvara en klukkustund! 

Bæði Keflavíkurflugvöllur og Reykjavíkurflugvöllur eru bestu flugvallarstæðum landsins út frá flugskilyrðum og innviðum í nágrenni. 

Eins og er, eru bæði Akureyrarflugvöllur og þó einkum Egilsstaðaflugvöllur í þörf fyrir fjárveitingar til þess að gera þá fyllilega hæfa sem vara lendingarstaði, og í ljós þess fjársveltis er hlálegt að sjá hátímbraðar kröfur um millilandaflugvelli á nýjum stöðum, án þess að það virðist votta fyrir því að leita álits flugfróðustu manna.  


mbl.is Minnkandi líkur á flugvelli í Hvassahrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búrfell er nefnt fell en ekki fjall af þeirri einföldu ástæðu að það er of lítið til að getast talið fjall.  Samt er Hafnafjörðud og Garðabær að stórum hluta byggðir á hrauni frá Búrfelli, m.a. gálgahraun sem þér var svo kært.  Það þarf ekki stóra þúfu til að velta miklu hlssi.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.8.2022 kl. 13:58

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þakka umfjöllunina. Nú ættu fjölmiðlar að spyrja veðurfræðinga, jarðfræðinga, eldfjallafræðinga, hina ýmsu eðlisfræðinga, flugmenn, flugumferðarstjóra og þá sem  best til þekkja.  

Egilsstaðir, 03.08.2022   Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 4.8.2022 kl. 00:05

3 identicon

https://www.austurfrett.is/frettir/verdhur-adh-huga-adh-oedhrum-kostum-vegna-eldgosahaettu-a-reykjanesi

Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, telur að íslensk stjórnvöld verði að huga alvarlega að því að byggja upp innviði víðar á landinu ef til þess kemur að eldgos á Reykjanesskaga lokar leiðum þangað um tíma. Varaflugvöllur er eitt af því sem þar þyrfti að vera í forgangi og rökréttast að efla völlinn á Egilsstöðum sem slíkan.Hann bendir á að standi valið milli flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum. „Annmarkar Akureyrarsvæðisins er landrými og þess vegna erfitt að byggja flugvöll með fleiri en eina lendingarstefnu. Á Egilsstaðarsvæðinu er talsvert meira undirlendi sem myndi nýtast til að þróa völlinn eystra.“ Þorvaldur segir það ekki sitt að meta hvers konar flugvöll þurfi, til þess séu aðrir færari. Eins þurfi að tryggja aðra innviði, til dæmis gistiaðstöðu og flugstöðina sjálfa, í takt við flugbrautina. Fleiri náttúrulegar aðstæður eru Egilsstaðaflugvelli í hag.

Malcom (IP-tala skráð) 4.8.2022 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband