Það sýnir annað hvort furðulega fáfræði eða hroka og skilningsleysi, nema hvort tveggja sé, að hafa þá skoðun á því að þurfa að fara 40 aukakílómetra fyrir Hvalfjörð vegna banns við notkun reiðhjóla í Hvalfjarðargöngunum að aðeins sé um að ræða örfáa kílómetra. .
Bannið er sýnt á skilti við báða enda ganganna, enda ekki um annað að ræða vegna þess hve mjó göngin eru og hjólin fara miklu hægar en bílarnir.
Ekki er bannað að fara á léttbifhjólum um göngin, sem falla undir ökutæki á vegum og götum í vega- og gatnakerfi landsins og búa yfir nægum hraða til að fylgja umferðarhraða upp á 70 km á klst.
Síðuhafi hefur margsinnis farið á slíkum hjólum um göngin vandræðalaust.
En í það eina skipti, sem farið var á rafknúna reiðhjólinu Sörla, í ágúst 2016, var að sjálfsögðu farið umyrðalaust fyrir Hvalfjörðinn, þótt þar væri bæði mikill mótvindur og hið versta veður við Þyril, svo að sjórinn í Botnsvoginum skrúfaðist upp í hvirfla og kostaði stopp í nokkur skipti meðan bíða þurfti áhlaup sjávarins af sér.
Þetta var langerfiðasti kafli ferðarinnar milli Akureyrar og Reykjavíkur og hefur þessi 40 km langi "spotti" sennilega lengt ferðalagið um minnst sex klukkustundir.
Stöðvaður á reiðhjóli í Hvalfjarðargöngunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.