Hólmsheiði og Bessastaðanes grafin upp. Hvað fleira? Löngusker? Mýrar?

Tvær nefndir hafa verið látnar fjalla um málefni Reykjavíkurflugvallar. Í báðum nefndunum var gengið framhjá fróðustu mönnum í flugmálum almennt. 

fyrri nefndin lét kanna nokkra kosti; Löngusker, Bessastaðanes, Hólmsheiði og svonefnt Hvassahraun, sem er raunar á mörkum Almennings og Rjúpadalahrauns. 

Niðurstaðan varð að velja Hvassahraun. 

En síðan eru hafIÐ eldgosatímabil, sem gæti orðið nokkurra alda langt og gerir Hvassahraun að næstum því eins slæmum kosti og hugsast getur. 

Og þá ber svo við að leiðtogar borgarstjórnarmeirihlutans og fleiri pólitískir vonbiðlar rjúka upp til handa og fóta og slengja aftur á borðið Hólmsheiði og Bessastaðanesi, sem búið var að afskrifa. 

Í blaðagrein á sínum tíma lýsti Leifur Magnússon, einhver mesti þekkingarbrunnur okkar í flugmálum því í blaðagrein, að lang algengasta aðflugið að hugsanlegum Hólmsheiðarflugvelli myndi liggja yfir þrjú vaxandi hverfi, Vogahverfið, Grafarvog/Ártúnshöfða, grafarholt og komandi byggð við Reynisvatn og í Úlfarsárdal. 

Hliðstætt aðflug á austur-vesturbraut Reykjavíkurflugvallar liggur hins vegar yfir sjó í Skerjafirði.   

Löngusker og Bessastaðanes eru innan vébanda friðlands í fjórum bæjarfélögum við skerjafjörð. 

Á Lönguskerjum er fágætt stuðlabergsgólf og Bessastaðanes myndi þrengja að forsetasetrinu eins og sýnt var fram á með því að lenda þar flugvél með leyfi forseta, sem þá var Ólafur Ragnar Grímsson.

Búrfellshraun rann í sjó fram í innan við eins kílómetra fjarlægð frá hugsanlegum brautarenda.   

Varaþingmaður hefur stungið upp á flugvelli á Mýrum og fullyrt að hann yrði álíka langt frá Reykjavík og Keflavíkurflugvöllur er nú. 

Af því að Sundabraut myndi stytta leiðina svo mikið á Mýrarnar. En hafði þá greinilega ekki litið á kortið og séð, að eftir sem áður yrðu meira en 80 kílómetrar á Mýrarnar en 50 á Keflavíkurflugvöll!   

Nefnt hefur verið flugvallarstæði á Rangárvöllum. Í næsta nágrenni eldfjalls, sem gýs með klukkustundar fyrirvara!

Fyrir liggur að ekkert hagstæðara flugvallarstæði er fyrir hendi en það, sem nú er. Aðeins þarf að lengja austur-vesturbrautina til þess að allar millilandaþotur geti lent þar. 

Á Keflavíkurflugvelli eru fimm kílómetrar til eldstöðvar og stutt er frá hugsanlegu neðansjávargosi út af Reykjanesi með öskufalli. 

Hvorugt þessa er neitt svipuðum mæli á Reykjavíkurflugvelli. 

Ein helstu rök framboðs gegn þessu besta flugvallarstæði hafa verið, að ef sá flugvöllur hefði ekki verið gerður, hefði aldrei risið þéttbýli austan Elliðaáa. 

Þeir 130 þúsund Íslendingar, sem nú eiga heima austan Elliðaáa, hefðu getað búið í Vatnsmýrinni! 

Hve langt ætla menn eiginlega ganga í umræðum um þetta mál? 

 

 


mbl.is Puma-einkaþotan á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Auðvitað hefur þú flugkappinn rétt fyrir þér í þessu máli, hvað lengingu á A/V brautinni varðar út í Skerjafjörðinn og í raun og veru eina vitið.

Auðvitað lægi Suðurgatan einfaldlega undir flugbrautina og eðlilegust væri uppfylling frá Starhaga og Ægisíðu að nýju framlengingunni sem gæfi auðvitað margskonar notkunar möguleika.

Jónatan Karlsson, 7.8.2022 kl. 15:15

2 identicon

Tek heilshugar undir sjónarmið þín, ágæti Ómar.  Og vitaskuld er það engin tilviljun að Reykjavíkurflugvelli var valinn sá staður sem hann liggur á; þegar flugöryggið eitt réði, en ekki hinn pólitíski hráskinnungsleikur sem mest er stundaður nú um stundir. 

Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 16:06

3 identicon

Legg til að Asturstæti og Aðalstræti verði gert að flugbraut.  Moggahúsið verði flugstöð og farþegarnir geti þar með rúllað útúr rellunni og beint á næsta bar..

Qwin win souloution, losnum cvið þessa sívælandi snobbkakk í miðbænum og mannlífið í miðbænum mun blómstra.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 19:22

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Er hægt að afgreiða 27 vélar frá Rvk á tímabilinu 4 til 9:30, eins og umferðin var í morgunn um Kef. Verður hægt að koma fyrir stæðum fyrir þann fjölda flugvéla. Það er ekki verið að tala um eina og eina eldneytistæpa flugvél ef Kef lokast vegna jarðelda

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 7.8.2022 kl. 19:40

5 identicon

Hvernig sem allt fer þurfum við að vernda Reykjavíkurflugvöllinn og ekki

skerða meir en orðið er.

magnús marísson (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 20:44

6 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Reykjavík er og hefur alltaf lang besti kosturinn. Bara að stækka og breyta. 

Eitt stærsta ósagða atriðið er; 

Planaður varaflugvöllur í neyð, ef eitthvað óvænt kemur upp eftir flugtak í KEFLAVÍK og aðstæður leyfa ekki lendingu. Þá er neyðarplan að lenda í REYKJAVÍK Gulls ígildi.

Sem betur fer þarf sjaldan að nota neydarplanið og því er sjaldan þörf á að lenda þar.

Án Reykjavíkurflugvölls yrði allt millilandaflug mun tafsamara og  flugvélar yrðu í mörgum tilfellum að hafa mun meira eldsneyti og þá minni fragt og færri farþega. 

Ómar, hefur þú vitneskju um hve oft REYKJAVÍK hefur verið planaður sem varaflugvöllur við flugtak frá KEFLAVÍK? 

Það er oftast lítið mál að byggja hús og bæjarhluta nánast hvar sem er. Það er kannski óhætt að leyfa rugluðum draumóramónnum að velja mis góða byggingarreyti.

Áreiðanlegur staður fyrir öruggt flug er hins vegar aldrei of vel valinn og rugl draumóramanna er einfaldlega ekki hægt að taka til greina í svo stóru máli.

Varðandi Jarðskjálfta og jafnvel Eldgos, þá er kannski bara tilviljun að nýji Kastelli Pediados  flugvöllurinn á Krít sem á að fara að taka í notkun í stað Heraklion er stutt frá Αρκαλοχωρη þar sem hafa verið jarðskjálftar allt síðasta ár eða svo. Hvassahraunið sýnist í fljótu bragði samskonar vesenisstaður.

Kolbeinn Pálsson, 7.8.2022 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband