Hvað næst? Hjólvelta varð? Mannvelta varð?

Líttskiljanleg er sú brýna nauðsyn, sem margir blaðamenn virðast telja til þeirra hvimleiðu málalenginga að nota orðin "bílvelta varð", meira að segja tvisvar í sömu stuttu fréttinni. . 

"Bílvelta varð" felur í sér fjögur atkvæði en orðin "bíll valt" aðeins tvö atkvæði. 

Hvað næst? Hlaupahjólvelta varð? Mannfall varð? 

Er enginn leið að hemja þessar málalengingar eins og til dæmis að nota orðin "Við erum að sjá" algerlega að ástæðulausu, jafnvel oft í röð í sömu setningunni þegar talar eru upp staðreyndir? 

"Við erum að sjá mikla aukingu í fjölda fólks" er sagt í stað þess að segja bara: "Fólki fjölgar."

Munurinn er 14 atkvæði í staðinn fyrir 4. 


mbl.is Bílvelta varð á Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Of margir blaðamenn eru slakir í Íslensku og vegna sparnaðar er enginn sem lagar textann fyrir prentun. Það sorglega er að þetta á sennilegast bara eftir að versna.

Vagn (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 01:04

2 identicon

"Lést eftir drukknun" var fyrirsögn á dv.is fyrir ekki svo löngu síðan Má deila um hvort þetta sé tær snilld eða einstaklega heimskulegt.

Bjarni (IP-tala skráð) 7.8.2022 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband