12.8.2022 | 17:46
Heimaey er langstærst Vestmannaeyja, af því að þar hefur gosið oftast.
Vestmannaeyjaklasinn nær allt frá Surtsey og Geirfuglaskeri í suðvestir og í norðaustur til Elliðaeyjar og Bjarnareyjar.
En ein þessara eyja er langstærst, og því miður vegna þess að þar hafa orðið langflest gos með þeim afleiðingum að hraun frá nokkrum eldstöðvum hafa náð að tengjast saman og mynda heillega og samsetta landeiningu þar sem allir íbúar eyjanna búa.
Á fyrstu klukkustundum Heimaeyjargossins 1973 gaus úr nokkrum litlum gígum á rúmlega kílómeters langri sprungu, en fljólega færðist öll gosvirknin í einn gíg, sem myndaði Eldfell utan í hlíð Helgafells.
Rétt eins og gossprungurnar í gosunum tveimur í dölunum við Fagradalsfjall geta myndast nýjar eða framlengdar gossprungur í Heimaey.
Vöktun eyjanna þarf því að vera í hæsta gæðaflokki núverandi mælitækni. Má nefna sem dæmi um framfarirnar síðan 1973, að kvikuhreyfingin í gosinu 1973 gat aðeins komið fram í þremur jarðskjálftamælum uppi á landi, en af því að einn þeirra var einmitt bilaður þetta kvöld, drógu menn alveg kolrangar ályktanir af álestrinum af þeim.
Segir gos í miðju hafnarmynninu ekki útilokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.