Hvað er það í sjónvarpinu sem vekur áhuga mávanna?

Hegðun máva að undanförnu hefur verið eðlilegt umræðuefni, því að dæmin eru mýmörg. Mávur að horfa á sjónvarpið

Gott dæmi um það sést á meðfylgjandi mynd af mávi, sem tellti sér sallarólegur í kvöldrökkrinu niður á svalahandrið í blokk í Grafarvogi og dvaldi þar drjúga stund við að horfa á sjónvarpið, sem er hægra megin á myndinni.  

Mávarnir hafa verið óvenju margir á ferð að undanförnu, til dæmis í óvnju stórum hópum inni á flugbrautinni á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ. 


mbl.is Hvað er í gangi með máva á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Haraldur Sigurðsson

Kannski hann hafi verið að horfa á þáttinn Stiklur með Ómari Ragnarsyni.

Rafn Haraldur Sigurðsson, 13.8.2022 kl. 08:35

2 identicon

Sæll Ómar.

Ekki er það dagskráin sem heillar hrafninn en frekar áleitin spurning
hvort RÚV hvíli undir steini eða hvíli ekki
undir steini og hvort það muni gegna því hlutverki að tala
við þá sem ekki hvíla undir steini eða vettvangur þessi væri hans
því bylja mundi þar innra og þekjan kynni að bresta og einhverjum
óbjarganda öllum bjargráðum.

En því yfigaf hann þennan stað því jafnvel Guð býr í gaddavírnum
og ekkert fær staðist fegurð himins hversu vitlaust sem það annars
kann að vera.

Húsari. (IP-tala skráð) 13.8.2022 kl. 09:06

3 identicon

Sæll Ómar.

Ekki má það gleymast að jafnvel mávur getur
breyst í ljóssengils líki og þar sem sýnist mávur
er í raun hrafninn og eigindir hans alkunna; glysgirni, slægð og vizka.

Húsari. (IP-tala skráð) 13.8.2022 kl. 09:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband