13.8.2022 | 15:13
Líkt og að koma til útlanda að ganga um nýjan hluta hafnarsvæðisins.
Undanfarin covidár hafa býsna margir ekki gengið um þann nýja hluta gamla miðbæjarins, sem liggur milli Hafnarstrætis, hafnarinnar og Hörpu.
Á framkvæmdatímanum hefur slík fjarvera borinna og barnfæddra Reykvíkinga frá þessum hluta nýja miðbæjarins, sem nú er að líta dagsins ljós, verið bæði afleiðing af heimsfaraldrinum og því, að þarna hefur verið byggingarsvæði.
Fyrir nokkrum dögum gerðist það síðan að staðið var inni í miðju þessu svæði með nýjar götur og hus á alla vegu, og finna þá óvenjulegu tilfinningu að vera nokkurn veginn jafn utangátta og ókunnugur því sem fyrir augu var og að staðið væri í fyrsta sinn inni í ókunngri erlendri borg.
Tilfinningin var ekki ólík því sem Bo hefur lýst á þann veg að eitthvað fyrirbæri "sé svo mikið erlendis."
Árum saman hafa skoðanir verið skiptar um það hvernig haga skyldi breytingum á þessu svæði, og hefur sitt sýnst hverjum.
Á því núverandi byrjunarstigi verður erfitt að skera úr um það fyrirkomulag, sem nú er að birtast.
Tíminn mun leiða það í ljós, hvernig til hefur tekist og hver þróunin verður.
Fyrir um tveimur áratugum var viðruð í sjónvarpinu hugmynd um eins konar smækkaða reykvíska útgáfu af Nýhöfninni í Kaupmannahöfn með tilvísun og tengsl við landnámsathöfn Ingólfs Arnarsonar og tengslin við hafið.
Á síðari árum kom fram gagnrýni á efstu hæð stærstu nýbyggingarinnar, sem kallast á við lágreist Stjórnarráðshúsið, en því atriði var ekki haggað.
Tímamót í uppbyggingu nýs hluta miðbæjarins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.