Skortur á yfirsýn og regluverki.

Þótt ýmislegt megi finna í löggjöf um skógrækt og landgræðslu, sem auðvelda á sanngjarna tilhögun á þessu sviði, sýna nýjustu deilumálin, svo sem í Skorradalshreppi, að álitamálum og deilumálum fer fjölgandi. 

Og gráu svæðunum í tilhöguninni fer viða fjölgandi að því er virðist vegna þess að framsýnni hefur skort. 

Sem lítið dæmi má nefna furðu ásækna og skipulega sókn í skógrækt til að hylja smám saman alla fallegu klettaröðlana og klettabeltin, sem glatt hafa augu vegfarenda á þjóðvegi eitt í Stafholtstungum og verið djásn í náttúru þessa svæðis í bland við hófstillt og markvisst skógræktarátak. 


mbl.is Höfðu margsinnis rætt við Sturlu um aspirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lengi fannst mér trjáleysið á Íslandi vera lýti á landinu, gerði það óaðlandi og fráhrindandi.  Ég hef ferðast víða, setið í lestum og rútum og horft út um gluggan og oftar en ekki hefur ekkert fyrir augu borið annað en tré.  Það hefur þurft fjallgöngur og erfiði til að sjá landslag, eitthvað annað en tré.

Ísland hefur sérstöðu hvað þetta varðar, ekki einstakt en samt sérstöðu að það er útsýni frá þjóðveginum, ekki bara tré.

Bjarni (IP-tala skráð) 14.8.2022 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband