17.8.2022 | 12:59
Sykurinn er einfaldlega ein stærsta ógn 21. aldarinnar.
Sykurinn er einfaldlega fíkniefni með öllum verstu einkennum slíkra efna. Með hraðri hlutfallslegri fjölgun aldraðra stefnir sykursýkin í að verða eitt helsta heimsböl 21. aldarinnar.
Það er kaldhæðnislegt að heitið "þjóðarréttur" hefur verið notað um hið séríslenska fyrirbrigði "kók og prinz".
Kókið hélt innreið sína á stríðsárunum og prinzið kom 1956. Í coladrykkjum er koffín, sem er fíkniefni eins og sykurinn.
Tölurnar um magnið eru furðu sakleysislegar. 10 grömm af hverjum 100 eru sykur í coladrykkjum og flestum gosdrykkjum, og í flestum tegundum súkkulaðikex er talan um 30.
En fitan í súkkulaðinu og sætindunum er þar að auki ávanabindandi og veldur því að fólk fitnar og verður hættara við margs kyns sjúkdómum, svo sem hjartasjúkdömum.
Ofþyngd er því hluti af vandamáli aldarinnar að hún er orðin að alheimsvandamáli.
Af því að hvers kyns sykraðar matvörur eru ávanabindandi er það auðvitað magnið, sem neytt er, sem getur orðið að bölvaldi.
Listinn yfir sjúkdómana af völdum sykurneyslu er langur, margir þeirra banvænir; veikluð húð og fleiri líffæri, sem jafnvel getur endað með blindu og aflimun.
Erfiðast að losna við sykurinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sykur og sykur - hvíti sykurinn er ekki náttúruafurð
Heldur margunnin til að sprautast sem best beint í æð gegnum meltingarveginn
Grímur Kjartansson, 17.8.2022 kl. 13:29
Ríkið er mesta ógn 21 aldarinnar.
Þú getur sleppt því að borða sykur, eða baðað þig uppúr honum, þitt er valið. En ríki hemisins bjóða ekki uppá neitt val.
Hin og þessi ríki drápu á 20 öld miklu fleiri en allt annað á jörðinni. Afköstin voru ekkert lítil á öldum áður heldur.
Ásgrímur Hartmannsson, 17.8.2022 kl. 22:16
Takk fyrir fróðleikinn í athugasemdunum. Ég sagði nú aðeins að sykurinn væri "ein af" mestu ógnum 21. aldarinnar.
Ómar Ragnarsson, 17.8.2022 kl. 22:46
Fyrirsögnin minnti mig á atriðið í Men In Black III, þar sem Agent K (Tommy Lee Jones spyr:
Theódór Norðkvist, 19.8.2022 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.