Þarf að brenna sig aftur á sama soðinu?

Ferðaþjónustan færði þjóðinni mesta efnahagsuppgang Íslandssögunnar á árunum 2011 til 2018 og mestu um það réðu tvö eldgos, Eyjafjallajölkull 2010 og Gr´msvötn 2011, sem ollu truflunum á flugi um allan heim og komu íslandi endanlega á blað hjá öllum þjóðum heims. 

Fram til 2010 hafði verið sunginn samfelldur söngur um að ekkert annað gæti "bjargað" þjóðinni en stóriðjustefnan ein, en ónvænt og alger sigurganga ferðaþjónustu og skapandi greina, olli byltingu í þjóðarbúskapnum.  

Þótt víða væri varað við því að við færum ekki fram úr okkur á þessu nýja sviði, meðal annars á þessari bloggsíðu, gerðist það nú samt auk þess sem Covid faraldurinn varð skeinuhættur. 

Nú virðist vera að skapast á ný ofvaxtarsókn og gróðafíkn, sem varð skeinuhætt í umróti síðustu þriggja ára, og er ástæða til þess að hvetja til þess að læra eitthvað af þessu umróti og brenna sig ekki aftur á sama soðinu.  


mbl.is Ferðamannasprengja í kortunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún kom sér vel þessi ferðamannasprengja á suðvesturhorninu. En á austfjörðum varð fólk lítið vart við hana og fá störf sem sköpuðust þar. Þar var það ekki ferðamaðurinn sem stöðvaði fólksfækkunina og setti kraft í mannlíf og uppbyggingu.

Svo er umhugsunarvert að það þurfi meira en tug starfsmanna í ferðaþjónustuna til að skila þjóðarbúinu því sem einn stóriðjustarfsmaður skilar. Og að þau lönd sem treysta á ferðamenn og eru vinsælustu ferðamannastaðirnir eru ekkert vel stæð.

Vagn (IP-tala skráð) 25.8.2022 kl. 18:21

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er nú reyndar öfugt, Vagn. Virðiaaukinn af ferðaþjónustu og sjávarútvegi er meira en tvöfalt meiri en af stóriðju, einkum vegna þess að arðurinn af stóriðjunni fer til útlanda til eigenda stóriðjufyrirtækjanna. 

Ómar Ragnarsson, 26.8.2022 kl. 10:10

3 identicon

Krónur í þjóðarbúið per starfsmann ekki krónur per útflutningsgrein. Ferðaþjónustan skilar ekki miklu á hvern starfsmann. Og þar sem mikið er um erlent farandverkafólk og erlent eignarhald á hótelum þá má ætla að mikið af virðisauka ferðaþjónustunnar fari úr landi.

Með um tuttugu sinnum fleiri starfsmenn verður varla sagt að tvöfaldur virðisauki ferðaþjónustunnar sé eitthvað til að fagna. Svipað og að selja 20 kíló af fiski í kattamat á tvöföldu verð flaks í raspi á veitingastað og telja sig vera að græða.

Vagn (IP-tala skráð) 26.8.2022 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband